Kannski kominn tími á að minnast aðeins á myndina sem prýðir hausinn hér á síðunni okkar, Boltabulli.blogspot.com. Margir kannast eflaust við þessa kappa en fyrir þá sem ekki vita þá er þarna um að ræða leikmenn Skota og Íslendinga í leik í undankeppni HM 86. Þeir Ásgeir Sigurvinsson og Kenny Dalglish berjast um boltann en Arnor Guðjohnsen, Greame Souness og Magnús Bergs fylgjast með framvindu mála. Leikurinn fór fram á Hampden Park í Glasgow að rúmlega 55. þús. áhorfendum, þann 17. október árið 1984 og Skotarnir unnu með þremur mörkum gegn engu.
Það var ekki oft sem Íslendingar gátu teflt fram sínu sterkasta liði á þessum árum en þó kom það fyrir að okkar bestu atvinnumenn gátu allir fengið sig lausa í sama skiptið. Leikurinn gegn Skotum var einn af þeim en íslenska liðið var þannig skipað; Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Árni Sveinsson, Magnús Bergs, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Ragnar Margeirsson, Arnor Guðjohnsen, Pétur Pétursson og Ásgeir Sigurvinsson.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.
Það var ekki oft sem Íslendingar gátu teflt fram sínu sterkasta liði á þessum árum en þó kom það fyrir að okkar bestu atvinnumenn gátu allir fengið sig lausa í sama skiptið. Leikurinn gegn Skotum var einn af þeim en íslenska liðið var þannig skipað; Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Árni Sveinsson, Magnús Bergs, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Ragnar Margeirsson, Arnor Guðjohnsen, Pétur Pétursson og Ásgeir Sigurvinsson.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.