Monday, December 24, 2012
Friday, December 21, 2012
4. SKAMM, SKAMM RONALDINHO
Komið að myndbandi dagsins en það sýnir hinn brasilíska Ronaldinho fá frekar óvænt, beint rautt spjald fyrir ja... ansi litlar sakir. Sem betur fer áttaði dómarinn sig þó strax á klúðrinu og leiðrétti þessi vandræðalegu mistök sín. En sjón er sögu ríkari...
Saturday, December 15, 2012
3. AÐEINS UM OKKUR
Snillingarnir hennar mömmu!
|
![]() |
Tumi eins og hann gerist
bestur
|
Og svo Garðar greyið!
|
Monday, December 10, 2012
2. HUNDUR Á HM
Strax komnir í færslu númer tvö í Boltabullinu okkar og það er bara alls ekkert svo illa af sér vikið fyrir menn á okkar aldri.
![]() |
Jimmy Greaves er vinstra megin á myndinni
|
Alla vega... hér er myndband frá HM í Chile, árið 1962, þar sem Brasilía og England mættust í 8-liða úrslitunum keppninnar. Þessi lönd voru auðvitað á meðal þeirra bestu í heiminum á þessum árum og Brasilíumenn unnu mótið í þetta sinn og höfðu reyndar einnig unnið keppnina á undan í Svíþjóð árið 1958. Englendingar sigruðu svo á heimavelli í sitt eina skipti árið 1966 en Brasilíumenn endurheimtu titilinn á sínum heimavelli árið 1970 og það lið er af mörgum talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar.
Leikur liðanna árið 1962 var nokkuð spennandi, enda höfðu bæði löndin á að skipa mörgum frábærum leikmönnum. Pelé var reyndar meira og minna meiddur alla keppnina í Chile og spilaði lítið þar en í staðinn fékk Garrincha sitt tækifæri til að sýna hæfileika sína fyrir Brasilíu. Hann skoraði til dæmis tvö af mörkum sinna manna í leiknum sem Brasilíumenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Hjá Englendingunum voru einnig margar kempur sem áttu seinna eftir að sýna betur hvað í þá var spunnið og má þar helst nefna þá Bobbyana Charlton og Moore og Tottenham goðsögnina Jimmy Greaves en hann sýndi einstaka knattspyrnuhæfileika í leiknum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
Ef vel er gáð sést hvar Greaves hristir á sér hendurnar eftir viðskipti sín við hundinn og lengi vel voru einhverjar vangaveltur um að kvikindið hefði pissað á snillinginn. Ef svo er, má fastlega reikna með að þetta sé í eina skiptið í sögu Heimsmeistaramótsins þar sem leikmaður einhvers liðsins spilar angandi af hundahlandi. Eða að minnsta kosti í 8-liða úrslitum keppninnar!
Saturday, December 8, 2012
1. OK. BEST AÐ BYRJA Á BYRJUNINNI
Við eigum líklega eftir að vera svolítið á gömlu nótunum og verðum duglegir við að leita uppi og birta ýmislegt áhugavert sem gerðist í fótbolta fyrir langa löngu síðan en svo verðum við örugglega líka með ýmsar gjörsamlega gagnslausar upplýsingar, fánýta tölfræði og koma með okkar eigin skoðanir á forljótum fótboltaköllum eða búningum, svo dæmi séu tekin. Það er ekki beint stefna okkar að vera neitt mjög gáfulegir í skrifum og þá verðum við vonandi einnig voðalega duglegir við að henda inn vídeóum af hinum og þessum atvikum úr heimi fótboltans. Við reiknum ekki með að vera neitt mjög reglulegir (kannski 1 til 2 færslur á ári) í skrifum okkar á þessari heimasíðu og sjálfsagt á hún eftir að liggja niðri á löngum köflum sökum áhugaleysis og ótímabærs tímaskorts okkar félaganna - eða við teljum okkur alla vega trú um hið síðarnefnda!
En alla vega... best að fara og leggja sig! Zzzzzzzzzzzzzzzzzzz...
![]() |
Við tökum það auðvitað skýrt fram að allt efni heimasíðunnar
okkar er að sjálfsögðu á háalvarlegum og dramatískum nótum! |
Sko, hér ætlum við snillingarnir Tumi og Garðar að halda uppi heimasíðu sem fjallar um fótbolta á allan þann mögulega og ómögulega hátt sem unnt er. Við ætlum ekki að hafa þetta sem einhverja fótboltafrétta- eða aðdáendasíðu, sem fylgir einhverju ákveðnu liði (ÁFRAM TOTTENHAM!), heldur viljum við frekar fjalla um fótbolta á annan hátt en fólk á að venjast. Auðvitað eigum við báðir okkar uppáhaldslið og verðum að sjálfsögðu duglegir við að fjalla um þau á sem eðlilegastan hátt en ef nauðsyn ber til þá munum við reyndar einnig leitast við að tala illa um önnur lið eftir atvikum og þörfum. Við eigum þó ekki von á að vera með einhvern óhróður enda við báðir alveg einstaklega friðelskandi og vel uppaldir einstaklingar. Þannig eigum við enn svolítið langt í land með að geta kallast alvöru boltabullur en komum til með að eiga auðveldara með að stunda einhvers konar boltabull, - þ.e. meira svona bull um boltann!
Við eigum líklega eftir að vera svolítið á gömlu nótunum og verðum duglegir við að leita uppi og birta ýmislegt áhugavert sem gerðist í fótbolta fyrir langa löngu síðan en svo verðum við örugglega líka með ýmsar gjörsamlega gagnslausar upplýsingar, fánýta tölfræði og koma með okkar eigin skoðanir á forljótum fótboltaköllum eða búningum, svo dæmi séu tekin. Það er ekki beint stefna okkar að vera neitt mjög gáfulegir í skrifum og þá verðum við vonandi einnig voðalega duglegir við að henda inn vídeóum af hinum og þessum atvikum úr heimi fótboltans. Við reiknum ekki með að vera neitt mjög reglulegir (kannski 1 til 2 færslur á ári) í skrifum okkar á þessari heimasíðu og sjálfsagt á hún eftir að liggja niðri á löngum köflum sökum áhugaleysis og ótímabærs tímaskorts okkar félaganna - eða við teljum okkur alla vega trú um hið síðarnefnda!
En alla vega... best að fara og leggja sig! Zzzzzzzzzzzzzzzzzzz...
Subscribe to:
Posts (Atom)