Saturday, May 31, 2014

87. SMÁ PONDUS Í DAG

Það hefur verið svo mikill tilfinnanlegur Pondus skortur í Fréttablaðinu að undanförnu að okkur fannst alveg bráðnauðsynlegt að bæta eilítið úr því.
 
Og auðvitað eru brandararnir bara fótboltatengdir...
 
 
Hér er svo hinn...


Sunday, May 18, 2014

86. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Það hefur ekki gefist mikill tími til að ljúka og gera upp Tippleik síðunnar en nú hefur enska Úrvalsdeildin lokið hlutverki sínu þennan veturinn og endanleg niðurstaða leiksins liggur því fyrir. Aðal orsök þessarar tafar er að sjálfsögðu til komin vegna fjölgunar í fjölskyldu þeirra BOLTABULLS manna en lítil fótboltastelpa ákvað að koma í heiminn, rétt fyrir síðdegiskaffið, þann 13. mars.
 
 
Líkt og svo oft í vetur fékk Tumi flest stig sérfræðinganna í síðustu umferðinni en að þessu sinni hlaut hann 10 stig en Helgi og Garðar fengu sitthvor 8 stigin. Heildarniðurstaðan varð því sú að Tumi varð sigurvegari leiksins með 233 stig, Garðar hlaut 220 stig og Helgi fékk 195 stig. Sá síðastnefndi var reyndar ekki með í fyrstu umferðinni en sú staðreynd breytir afar litlu um heildarniðurstöðu keppninnar.
 
Tumi hlýtur mynd af sér á síðunni að launum og hér má sjá hana.
 


Thursday, May 8, 2014

85. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Þá er komið að síðustu umferð vetrarins í enska boltans hjá Boltabulli og sérfræðingar síðunnar fá nú allra síðasta tækifærið til að láta ljós sitt skína. Um liðna helgi fengu þeir Tumi og Garðar sín sitt hvor 4 stig úr leikjum sínum á meðan Helgi fékk 2. Í vikunni var síðan spilaður frestaður leikur, frá því fyrr í vetur, sem fræðimennirnir höfðu þegar tippað á og úr honum fengu Tumi 3 stig, Helgi 2 og Garðar 1. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir sigur Tuma í tippleik þessum en hann er nú kominn með 223 stig, Garðar hefur 210 og Helgi er nú með 186.
 
En hér koma síðustu leikir vetrarins:
 
TOTTENHAM - ASTON VILLA
Tumi: 1-1
Helgi: 2-1 Soldado lýkur glæsilegu tímabili með því að skora næstum því.
Garðar: 3-1 Sigur í lokaleik minna manna.
 
NORWICH - ARSENAL
Tumi: 0-1
Helgi: 0-4 Giroud 2, Cazorla, Özil.
Garðar: 1-3 Bara leiðindi enda ars að spila.
 
LIVERPOOL - NEWCASTLE
Tumi: 2-0
Helgi: 8-0 Suarez 3, Coutihno, Sturridge, Gerrard, Skrtel, Lucas.
Garðar: 2-1 Engar flugeldasýningar þarna.
 
HULL - EVERTON
Tumi: 0-2
Helgi: 1-2 Barkley með bæði.
Garðar: 1-2 Steindautt og leiðinlegur Lundúnaslagur.
 
MAN CITY - WEST HAM
Tumi: 3-1
Helgi: 1-0 Dzeko skorar í seinni hálfleik.
Garðar: 4-1 City klárar þetta með látum.
 
CARDIFF - CHELSEA
Tumi: 0-2
Helgi: 0-6 Sóknarlið Chelsea fer á kostum.
Garðar: 0-3 Cardiff fallið og ekkert í gangi þar nema svekkelsi.

Thursday, May 1, 2014

84. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Enn einu sinni nálgast helgin og ein af síðustu spám helstu sérfræðinga Boltabulls, um enska boltann, fer senn á öldur Internetsins. Tumi sigraði síðustu umferð með nokkrum mun og fékk heil 10 stig, Garðar var með 6 og Helgi fékk 5. Enn er Tumi því efstur og er nú með 216 stig, Garðar hefur 205 og Helgi er neðstur með 182.

En leikir næstu umferðar hljóma eitthvað á þessa leið:

WEST HAM - TOTTENHAM
Tumi: 0-1
Helgi: 1-2 Þrjú skallamörk.
Garðar: 1-3 Mínir menn eiga að vinna þarna. Skyldusigur.

MAN UTD - SUNDERLAND
Tumi: 1-2
Helgi: 2-2 Borini og Wickam halda áfram að skora og halda von Sunderland á lofti.
Garðar: 2-1 Leiðinlegt að segja það en ég held að Sunderland fari ekki að vinna Moylausa mu-ara á útivelli.

EVERTON - MAN CITY
Tumi: 1-2
Helgi: 1-1 Draumaúrslit og óskhyggja, ekki oft sem maður heldur með Everton.
Garðar: 1-3 City á þetta frá a-ö.

ARSENAL - WBA
Tumi: 2-0
Helgi: 2-0 Létt prógram hjá Gunners.
Garðar: 4-0 Það kæmi virkilega á óvart ef WBA gerði eitthvað sniðugt hérna.

CHELSEA - NORWICH
Tumi: 3-0
Helgi: 1-0 Rútubolti, munar engu að dómarinn flauti leikinn af vegna leiðinda.
Garðar: 4-1 Þetta verður líklega óvæntustu úrslit vetrarins.

CRYSTAL PALACE - LIVERPOOL
Tumi: 0-3
Helgi: 0-6 Liverpool gerir allt til að laga markatöluna. Frekar hefðbundið í markaskorun.
Garðar: 1-2 Palace er búið að vera á sæmilegu flugi síðustu vikurnar en Liverpul svindlar sig eitthvað í gegnum sigur dagsins.