Það hefur ekki gefist mikill tími til að ljúka og gera upp Tippleik síðunnar en nú hefur enska Úrvalsdeildin lokið hlutverki sínu þennan veturinn og endanleg niðurstaða leiksins liggur því fyrir. Aðal orsök þessarar tafar er að sjálfsögðu til komin vegna fjölgunar í fjölskyldu þeirra BOLTABULLS manna en lítil fótboltastelpa ákvað að koma í heiminn, rétt fyrir síðdegiskaffið, þann 13. mars.
Líkt og svo oft í vetur fékk Tumi flest stig sérfræðinganna í síðustu umferðinni en að þessu sinni hlaut hann 10 stig en Helgi og Garðar fengu sitthvor 8 stigin. Heildarniðurstaðan varð því sú að Tumi varð sigurvegari leiksins með 233 stig, Garðar hlaut 220 stig og Helgi fékk 195 stig. Sá síðastnefndi var reyndar ekki með í fyrstu umferðinni en sú staðreynd breytir afar litlu um heildarniðurstöðu keppninnar.
Tumi hlýtur mynd af sér á síðunni að launum og hér má sjá hana.
No comments:
Post a Comment