Enn einu sinni nálgast helgin og ein af síðustu spám helstu sérfræðinga Boltabulls, um enska boltann, fer senn á öldur Internetsins. Tumi sigraði síðustu umferð með nokkrum mun og fékk heil 10 stig, Garðar var með 6 og Helgi fékk 5. Enn er Tumi því efstur og er nú með 216 stig, Garðar hefur 205 og Helgi er neðstur með 182.
En leikir næstu umferðar hljóma eitthvað á þessa leið:
WEST HAM - TOTTENHAM
Tumi: 0-1
Helgi: 1-2 Þrjú skallamörk.
Garðar: 1-3 Mínir menn eiga að vinna þarna. Skyldusigur.
MAN UTD - SUNDERLAND
Tumi: 1-2
Helgi: 2-2 Borini og Wickam halda áfram að skora og halda von Sunderland á lofti.
Garðar: 2-1 Leiðinlegt að segja það en ég held að Sunderland fari ekki að vinna Moylausa mu-ara á útivelli.
EVERTON - MAN CITY
Tumi: 1-2
Helgi: 1-1 Draumaúrslit og óskhyggja, ekki oft sem maður heldur með Everton.
Garðar: 1-3 City á þetta frá a-ö.
ARSENAL - WBA
Tumi: 2-0
Helgi: 2-0 Létt prógram hjá Gunners.
Garðar: 4-0 Það kæmi virkilega á óvart ef WBA gerði eitthvað sniðugt hérna.
CHELSEA - NORWICH
Tumi: 3-0
Helgi: 1-0 Rútubolti, munar engu að dómarinn flauti leikinn af vegna leiðinda.
Garðar: 4-1 Þetta verður líklega óvæntustu úrslit vetrarins.
CRYSTAL PALACE - LIVERPOOL
Tumi: 0-3
Helgi: 0-6 Liverpool gerir allt til að laga markatöluna. Frekar hefðbundið í markaskorun.
Garðar: 1-2 Palace er búið að vera á sæmilegu flugi síðustu vikurnar en Liverpul svindlar sig eitthvað í gegnum sigur dagsins.
No comments:
Post a Comment