Það er svo gaman að vera Tottenham maður þessa dagana að maður er eiginlega meira og minna flögrandi um á notalegu skýi, dag sem nótt, um þessar mundir. Enda er liðið í dauðafæri um að geta barist um Englandsmeistaratitilinn alla leið það sem eftir er tímabilsins. Sumir hlutlausir aðilar eru jafnvel farnir að vera svo bjartsýnir að spá þeim titlinum. Um helgina eigum við heimaleik við Swansea, síðan er útileikur gegn West Ham í miðri viku og svo er risaslagur á móti Arsenal á White Hart Lane um aðra helgi. Ef þessir þrír leikir fara allir á sem bestu hugsanlegu vegu (9 stig) þá verður ansi gaman að ímynda sér framhaldið. Allt er þetta þó undir okkar eigin mönnum komið og snýst auðvitað einnig um að okkar helstu andstæðingar misstígi sig. Ókei, ég veit að enn eru þrír mánuðir eftir af tímabilinu og einar 12 umferðir enn óspilaðar en er á meðan er.
Best að rifja aðeins upp árangur Tottenham í deildinni síðustu áratugina. Tottenham er eitt af aðeins sjö liðum Úrvalsdeildarinnar sem hafa verið með frá stofnun hennar tímabilið 1992-93. Hin sex liðin eru; Arsenal, Aston Villa (þeir fara líklega niður í vor), Chelsea, Everton, Liverpool og Man Utd. Tvisvar sinnum hefur Spurs endað í fjórða sæti deildarinnar og fimm sinnum í því fimmta en liðið hefur aldrei náð að vinna ensku Úrvalsdeildina. Reyndar eru aðeins fimm lið sem það hafa gert frá stofnun hennar fyrir 23 árum.
En það var líka líf fyrir ensku Úrvalsdeildina og baráttan um deildartitilinn hafði verið til í rúm 100 ár áður en Úrvalsdeildin kom til sögunnar. Enska deildarkeppnin hóf göngu sína haustið 1888 og Tottenham hóf keppni í 2. deild hennar árið 1908. Liðið komst upp í 1. deildina strax árið eftir og hefur að mestu verið í efstu deild síðan. Spurs hefur tvisvar unnið Englandsmeistaratitilinn og í fyrra skiptið sem það gerðist, tímabilið 1950-51, fögnuðu þeir sigri í deildinni strax í kjölfar þess að hafa unnið 2. deildina vorið á undan. Liðið varð efst með 60 stig en Man Utd var með 56 í öðru sæti og Blackpool með 50 stig í því þriðja. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að á þessum árum var tveggja stiga reglan auðvitað enn í gangi.
Keppnistímabilið 1960-61 vann Tottenham síðan deildina í annað sinn og afrekaði það þá einnig að verða fyrsta enska félagið til að vinna tvöfalt á 20. öldinni - þ.e. deildina og enska bikarinn - FA Cup. Liðið vann einmitt Leicester í úrslitum bikarsins með tveimur mörkum gegn engu. Í deildinni hlaut Tottenham 66 stig, Sheffield Wednesday varð í öðru með 58 og Wolves í því þriðja með 57 en þess má geta að Spurs skoraði 115 mörk í leikjunum 42. Margir vilja meina að þetta hafi verið eitt albesta knattspyrnulið Bretlandseyja fram til þess tíma og var Tottenham jafnvel kallað lið aldarinnar.
Margir Íslendingar hófu að styðja Tottenham á þessum árum enda úrslit enska boltans og fréttir af honum birtar reglulega í íslensku dagblöðunum. Gaman að geta þess að samkvæmt fljótlegri könnun var fyrst minnst á knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur í íslensku dagblaði þann 6. júní árið 1934 en þá var sagt frá lokastöðu ensku 1. deildarinnar um vorið í Morgunblaðinu. Íslenskar getraunir hófu starfsemi sína á 6. áratugnum með leikjum úr dönsku og sænsku deildunum en voru svo með enska boltann yfir vetrartímann og þeir öðluðust strax mikilla vinsælda hér á landi. Og eftir að Keflavík drógst gegn Tottenham í Evrópukeppni félagsliða haustið 1971 byrjuðu margir Íslendingar að styðja liðið. Ég stefni einmitt að því að fjalla ítarlega hér um leiki Keflavíkur og Tottenham í haust þegar 45 ár verða liðin frá drætti þeirra í Evrópukeppninni.
Árangur Tottenham í ensku 1. deildinni eftir að liðið vann titilinn vorið 1961 var misjafn á næstu áratugum. Spurs var oftast með bestu liðum árin á eftir, lenti til dæmis í 2. sæti 1962-63, og þrisvar sinnum í 3. sæti en botninum var náð vorið 1977 þegar liðið féll niður í 2. deild. Tottenham fór reyndar upp strax vorið á eftir og hefur verið í efstu deild síðan. 1981-82 og 1982-83 hafnaði liðið í fjórða sæti deildarinnar en þrisvar á 9. áratug síðustu aldar afrekaði Tottenham síðan að lenda í 3. sæti. Keppnistímabilin 1984-85, 1986-87 og 1989-90 eru því bestu ár Spurs síðan þeir komu síðast upp úr næstefstu deild og um leið bestu tímabil sem ég sjálfur hef upplifað með liðinu sem stuðningsmaður.
En þó Englandsmeistaratitillinn hafi látið svolítið standa á sér hjá Tottenham þá hefur liðið síður en svo verið titlalaust í gegnum tíðina. Rúmlega 20 aðrir titlar bera vitni um það og hvorki meira né minna en 8 þeirra síðan að ég hóf að styðja liðið fyrir 37 árum. Englandsmeistaratitillinn hefur þó enn ekki látið á sér kræla á þeim tíma en kannski er bara óvænt komið að því núna...
Best að rifja aðeins upp árangur Tottenham í deildinni síðustu áratugina. Tottenham er eitt af aðeins sjö liðum Úrvalsdeildarinnar sem hafa verið með frá stofnun hennar tímabilið 1992-93. Hin sex liðin eru; Arsenal, Aston Villa (þeir fara líklega niður í vor), Chelsea, Everton, Liverpool og Man Utd. Tvisvar sinnum hefur Spurs endað í fjórða sæti deildarinnar og fimm sinnum í því fimmta en liðið hefur aldrei náð að vinna ensku Úrvalsdeildina. Reyndar eru aðeins fimm lið sem það hafa gert frá stofnun hennar fyrir 23 árum.
En það var líka líf fyrir ensku Úrvalsdeildina og baráttan um deildartitilinn hafði verið til í rúm 100 ár áður en Úrvalsdeildin kom til sögunnar. Enska deildarkeppnin hóf göngu sína haustið 1888 og Tottenham hóf keppni í 2. deild hennar árið 1908. Liðið komst upp í 1. deildina strax árið eftir og hefur að mestu verið í efstu deild síðan. Spurs hefur tvisvar unnið Englandsmeistaratitilinn og í fyrra skiptið sem það gerðist, tímabilið 1950-51, fögnuðu þeir sigri í deildinni strax í kjölfar þess að hafa unnið 2. deildina vorið á undan. Liðið varð efst með 60 stig en Man Utd var með 56 í öðru sæti og Blackpool með 50 stig í því þriðja. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að á þessum árum var tveggja stiga reglan auðvitað enn í gangi.
Keppnistímabilið 1960-61 vann Tottenham síðan deildina í annað sinn og afrekaði það þá einnig að verða fyrsta enska félagið til að vinna tvöfalt á 20. öldinni - þ.e. deildina og enska bikarinn - FA Cup. Liðið vann einmitt Leicester í úrslitum bikarsins með tveimur mörkum gegn engu. Í deildinni hlaut Tottenham 66 stig, Sheffield Wednesday varð í öðru með 58 og Wolves í því þriðja með 57 en þess má geta að Spurs skoraði 115 mörk í leikjunum 42. Margir vilja meina að þetta hafi verið eitt albesta knattspyrnulið Bretlandseyja fram til þess tíma og var Tottenham jafnvel kallað lið aldarinnar.
Margir Íslendingar hófu að styðja Tottenham á þessum árum enda úrslit enska boltans og fréttir af honum birtar reglulega í íslensku dagblöðunum. Gaman að geta þess að samkvæmt fljótlegri könnun var fyrst minnst á knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur í íslensku dagblaði þann 6. júní árið 1934 en þá var sagt frá lokastöðu ensku 1. deildarinnar um vorið í Morgunblaðinu. Íslenskar getraunir hófu starfsemi sína á 6. áratugnum með leikjum úr dönsku og sænsku deildunum en voru svo með enska boltann yfir vetrartímann og þeir öðluðust strax mikilla vinsælda hér á landi. Og eftir að Keflavík drógst gegn Tottenham í Evrópukeppni félagsliða haustið 1971 byrjuðu margir Íslendingar að styðja liðið. Ég stefni einmitt að því að fjalla ítarlega hér um leiki Keflavíkur og Tottenham í haust þegar 45 ár verða liðin frá drætti þeirra í Evrópukeppninni.
Árangur Tottenham í ensku 1. deildinni eftir að liðið vann titilinn vorið 1961 var misjafn á næstu áratugum. Spurs var oftast með bestu liðum árin á eftir, lenti til dæmis í 2. sæti 1962-63, og þrisvar sinnum í 3. sæti en botninum var náð vorið 1977 þegar liðið féll niður í 2. deild. Tottenham fór reyndar upp strax vorið á eftir og hefur verið í efstu deild síðan. 1981-82 og 1982-83 hafnaði liðið í fjórða sæti deildarinnar en þrisvar á 9. áratug síðustu aldar afrekaði Tottenham síðan að lenda í 3. sæti. Keppnistímabilin 1984-85, 1986-87 og 1989-90 eru því bestu ár Spurs síðan þeir komu síðast upp úr næstefstu deild og um leið bestu tímabil sem ég sjálfur hef upplifað með liðinu sem stuðningsmaður.
En þó Englandsmeistaratitillinn hafi látið svolítið standa á sér hjá Tottenham þá hefur liðið síður en svo verið titlalaust í gegnum tíðina. Rúmlega 20 aðrir titlar bera vitni um það og hvorki meira né minna en 8 þeirra síðan að ég hóf að styðja liðið fyrir 37 árum. Englandsmeistaratitillinn hefur þó enn ekki látið á sér kræla á þeim tíma en kannski er bara óvænt komið að því núna...