Enski boltinn kominn aðeins af stað eftir að liðin eru búin að dunda sér við að jafna sig eftir sumarpásuna og við, sérfræðingarnir á Boltabulli, erum líka búnir að hrista af okkur byrjunarhrollinn. Leikir síðustu helgar fóru að mestu eftir bókinni en reyndar ruglaði leikur Cardiff og Man City sérfræðingana töluvert í ríminu því Manchester liðið tók upp á þeim ósköpum að vinna ekki viðureignina. Nýji þátttakandinn hélt í við hina sérfræðingana og fékk 7 stig eins og Tumi en Garðar fékk flest stig umferðarinnar eða 8 alls.
Eftir tvær fyrstu umferðirnar er Tumi efstur með 17 stig, Garðar í öðru sæti með 12 stig og lestina rekur síðan nýliðinn Helgi með 7 stig. Það er því ljóst að baráttan í vetur verður æsispennandi og líklegt að úrslitin ráðast ekki fyrr en á síðustu andarblikum keppnistímabilsins í maí.
En leikirnir sex í næstu umferð eru eftirfarandi:
MAN CITY –
HULL
Tumi: 3-0
Garðar: 3-1 Frekar auðvelt hjá City en Húll setur eitt.
Helgi: 6-0 Sjittí kemur til baka eftir niðurlæginguna um síðustu helgi og étur nýliðana með húðum & hárum.
CARDIFF –
EVERTON
Tumi: 1-1
Garðar: 1-0 Cardiff vinnur 1-0 með marki frá einhverjum einum leikmanna liðsins.
Helgi: 1-1 Kardiffíngar fylgja sigrinum á city eftir með 1-1 jafntebbli við liðið sem ég man ekki hvað heitir. Campbell skorar aftur.
NEWCASTLE –
FULHAM
Tumi: 0-1
Garðar: 2-1 Röndótta liðið í KR búningunum vinnur fúlmennin frá London.
Helgi: 0-1 Berbi skorar á fjórðu mínútu og þar við situr, Paybabaeyobaya neitar að leika í röndóttu.
WEST HAM -
STOKE
Tumi: 2-0
Garðar: 0-0 Vá, hvað þetta verður leiðinlegur leikur.
Helgi: 2-1 Joe Cole setur eitt allavega en leikurinn fer 2-1.
LIVERPOOL –
MAN UTD
Tumi: 1-1
Garðar: 0-0 Þetta er pottþétt hundleiðinlegt steindautt jafntefli.
Helgi: 3-0 Því miður er ég ekkert alltof bjartsýnn og spái því 3-0, Henderson, Gerrard og Sturridge með mörkin.
ARSENAL - TOTTENHAM
Tumi: 1-1
Garðar: 1-3 Tottenham vinnur þetta pottþétt og Soldado skorar.
Helgi: 1-1 Derbyjafntefli, þrjú rauð spjöld, átta gul, tvö víti og hellirigning.