Íslenska knattspyrnulandsliðið okkar hefur verið að standa sig nokkuð vel á síðustu misserum, miðað við fremur dapurt gengi undanfarinn áratug, en í augnablikinu er liðið í harðri baráttu um möguleika á umspilssæti fyrir HM 2014 í Brasilíu. En það hefur ekki alltaf verið þannig. Í gegnum tíðina hafa verið sæmilegar hæðir á köflum en reyndar töluvert oftar dýpri lægðir á víxl. Lágpunktur íslensks knattspyrnulandsliðs í gegnum tíðina er án nokkurs vafa 3-0 tap liðsins gegn stórliði Liechtensteins á útivelli, þann 17. október árið 2007. 14-2 tapið gegn Dönum í ágúst 1967 var lengi vel botninn hjá landsliðinu en þó að þær hrikalegu tölur gleymist íslenskum knattspyrnuunnendum seint þá hlýtur Liechtenstein leikurinn að vera toppurinn á botninum.
En það var ekki ætlunin að rakka misdapran árangur íslenska knattspyrnulandsliðsins niður í svaðið. Gæði liðsins fara auðvitað eftir þeim gæðum sem leikmenn liðsins og þjálfarar hafa að geyma hverju sinni og er ósköp lítið við því að gera, nema auðvitað að bölva liðinu, fara í fýlu og nenna ekki á völlinn. Liðið verður auðvitað aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn.
En það var ekki ætlunin að rakka misdapran árangur íslenska knattspyrnulandsliðsins niður í svaðið. Gæði liðsins fara auðvitað eftir þeim gæðum sem leikmenn liðsins og þjálfarar hafa að geyma hverju sinni og er ósköp lítið við því að gera, nema auðvitað að bölva liðinu, fara í fýlu og nenna ekki á völlinn. Liðið verður auðvitað aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn.
Öðru máli gegnir hins vegar um búninga íslenska landsliðsins. Ég fullyrði að Ísland spilar í ljótustu búningum í heimi! Þetta er eitthvað sem auðveldlega mætti laga og bæta en af einhverjum undarlegum ástæðum hefur stjórnendum KSÍ, á undanförnum ca tveimur áratugum, tekist að velja tegund og samsetningu landsliðsbúningsins af alveg einstöku smekkleysi. Ég hef alltaf á tilfinningunni að búningarnir séu afgangar af lagerum, einhverra óþekktra framleiðenda, frá níunda áratug síðustu aldar og að gerður hafi verið 50 ára samningur sem alveg útlokað virðist vera að rifta. Hvað í andskotanum er þetta Errea?
Er það ekki sundfatnaður eða eitthvað svoleiðis? Íslenska fótboltalandsliðið er eina knattspyrnuliðið í heiminum sem ég veit að spila í Errea. Og þá auðvitað um leið, eina knattspyrnuliðið sem ég veit um sem spilar í sundfatnaði!
Er það ekki sundfatnaður eða eitthvað svoleiðis? Íslenska fótboltalandsliðið er eina knattspyrnuliðið í heiminum sem ég veit að spila í Errea. Og þá auðvitað um leið, eina knattspyrnuliðið sem ég veit um sem spilar í sundfatnaði!
Íslenska landsliðið hefur ekki spilað í flottum búningum síðan sumarið 1991 þegar liðið vann m.a. Tyrki með fimm mörkum gegn einu. Þá lék landliðið í Adidas og höfðu reyndar spilað í þeirri tegund síðan árið 1977. Adidas búningarnir voru alltaf flottir og reyndar alveg sérstaklega þessir með hvítu ermunum á árunum 1981-2 en búningar liðsins á Adidas árunum voru alltaf alveg einstaklega stílhreinir, einfaldir og flottir.
Og svo var líka alltaf miklu smekklegra að hafa stuttbuxurnar hvítar.
Og svo var líka alltaf miklu smekklegra að hafa stuttbuxurnar hvítar.
Í gamla daga var ekkert verið að flækja hlutina með einhverju aukadrasli eins og þessum umferðarönglum eða hvað þetta á að vera. Vá, hvað þetta er ljótt!
Verstir af öllu voru þó líklega þessir með ískristöllunum!
Hættum að eyða fjármunum KSÍ í þennan endalausa flottræfilshátt sem einkennt hefur reksturinn undanfarin ár en förum í staðinn að kaupa almennilega búninga handa liðinu okkar. Ég er viss um að árangur liðsins myndi batna til mikilla muna á stuttum tíma og leikmenn landsliðsins þurfa ekki lengur að skammast sín fyrir hvernig þeir eru klæddir þegar þeir koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Þeir gætu þá loksins farið að einbeita sér aðeins að því að spila fótbolta. ÁFRAM ÍSLAND!
Hættum að eyða fjármunum KSÍ í þennan endalausa flottræfilshátt sem einkennt hefur reksturinn undanfarin ár en förum í staðinn að kaupa almennilega búninga handa liðinu okkar. Ég er viss um að árangur liðsins myndi batna til mikilla muna á stuttum tíma og leikmenn landsliðsins þurfa ekki lengur að skammast sín fyrir hvernig þeir eru klæddir þegar þeir koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Þeir gætu þá loksins farið að einbeita sér aðeins að því að spila fótbolta. ÁFRAM ÍSLAND!
No comments:
Post a Comment