Nú er enski boltinn loksins að rúlla af stað aftur, eftir alveg óþolandi langt sumarfrí, og í tilefni þess ætlum við (knattspyrnusérfræðingar Boltabulls) að sinna ensku Úrvalsdeildinni í vetur af okkar bestu hugsanlegu getu. Við Tumi ætlum sem sagt ekki bara að fjalla aðeins um helstu leiki hverrar umferðar, heldur ætlum við einnig að spá um 6 áhugaverðustu leikina hverju sinni. Í vor sjáum við svo hvor okkar hefur betur. Hmmm... það eru engin verðlaun í boði nema auðvitað bara heiðurinn.
Í stuttu máli höfum við það þannig, að við veljum í sameiningu sex áhugaverða leiki til að spá í um hverja helgi, giskum á endanleg úrslit leikjanna í tölum og segjum (í ca. tveimur til þremur setningum) frá helstu tilfinningu okkar varðandi þessa leiki ef við nennum. Við einbeitum okkur bara að Úrvalsdeildinni, þannig að þegar ensku bikarkeppnirnar eru í gangi eða landsleikjahlé þá tökum við okkur einnig pásu. Helstu reglurnar eru þannig:
- Tippað er á sex leiki um hverja helgi og eingöngu á leiki úr ensku Úrvalsdeildinni.
- Keppendur spá um úrslit leikjanna með tölum og geta mest fengið 3 stig fyrir hvern leik eða 18 stig í hverri umferð. Eitt sig fæst fyrir hvert rétt tákn (1X2) og svo fæst eitt aukastig fyrir hvora markatölu. Ekki fæst stig fyrir markatölu EF rétt lið hefur ekki sigrað. Dæmi: Leikur Arsenal - Liverpool fer 2-1 fyrir Arsenal, keppandi spáði 3-1 fyrir Arsenal og fær því 2 stig - 1 stig fyrir að spá Arsenal sigri og 1 stig fyrir markatölu Liverpool. Ef keppandi hefði spáð jafntefli 1-1 eða 1-2 fyrir Liverpool hefði hann ekki fengið neitt stig.
- Sá keppandi sem endar með fleiri samanlögð stig í lok vetrar, sigrar.
- Ef fleiri en einn keppandi enda með jafn mörg stig í vor, sigrar sá sem náði fleiri þrennum (3 stig). Ef enn er jafnt þá eru það tvennurnar (2 stig) sem gilda. Og ef þá er enn jafnt eða ójafnt, sigrar sá sem er framar í stafrófinu og er með nafn sem byrjar á "G"!
Og auðvitað höfum við útbúið sérstakt skilti fyrir spámennina ógurlegu.
En í fyrstu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar þetta haust eru nokkrir áhugaverðir leikir og hér fyrir neðan sjáum við fyrstu leikina sem við sérfræðingarnir ætlum að spá í. Best að vinda sér bara beint í leikina og megi sá betri sigra - eða lenda í öðru sæti!
LIVERPOOL - STOKE
TUMI: 1-0 fyrir Liverpool.
GARÐAR: Held að þetta fari jafntefli 0-0. Tony Pulis er hættur hjá Stoke og þeir gætu því tekið upp á því að fara að spila fótbolta en líklega dugar það ekki á útivelli.
ARSENAL - ASTON VILLA
TUMI: Held að Arsenal vinni 2-0.
GARÐAR: Því miður fer þetta 3-1 fyrir Arsenal, því Aston Villa getur ekki neitt.
SWANSEA - MAN UTD
TUMI: 0-1 fyrir Man U og van Persie skorar.
GARÐAR: Spái óvæntum úrslitum í Wales. 3-1 fyrir Swansea og fyrsta tímabil David Moyes hjá Man U verður erfitt.
CRYSTAL PALACE - TOTTENHAM
TUMI: Tottenham vinnur þetta 0-2.
GARÐAR: 1-3 fyrir mínum mönnum og Soldago með tvö í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.
CHELSEA - HULL
TUMI: 2-0 fyrir Chelsea.
GARÐAR: Held að þetta verði frekar létt hjá Chelsea, 4-0 og Torres með tvö.
MAN CITY - NEWCASTLE
TUMI: City vinnur þennan leik 2-1.
GARÐAR: Man City vinnur þetta 3-1.
No comments:
Post a Comment