Enn og aftur eru sérfræðingar Boltabulls búnir að setja sig í startholurnar og ætla að kryfja valda leiki helgarinnar til hinnar ítrustu mergjar. Einhver handvömm hafði orðið á uppfærslu leikjaniðurröðunar síðustu umferðar sem gerði það að verkum að þrír leikir sem fara áttu fram, um síðustu helgi, fóru alls ekki fram! Þessum þremur leikjum var frestað vegna Bikarkeppnarinnar en spár sérfærðinganna munu þó gilda áfram og vera til staðar þegar að leikjunum kemur. Þrátt fyrir skort á leikjum um síðustu helgi þótti stigaöflun sérfræðinganna takast með miklum ágætum og Tumi fékk heil 6 stig úr leikjunum þremur en þeir Helgi og Garðar náðu sér í 4. Enn er því Tumi efstur í heildarkeppninni og er nú kominn með 169 stig, Garðar hefur 141 og Helgi er með 153 stig.
En hér eru leikir næstu umferðar:
HULL - MAN CITY
Tumi: 0-4
Helgi: 1-5 Sjittingar hrista af sér slefið eftir skelfilega viku þar sem þeir duttu út úr bikarnum og meistaradeildum fyrir minni spámönnum.
Garðar: 0-3 Hull er ekki að fara að vinna City.
EVERTON - CARDIFF
Tumi: 2-0
Helgi: 5-0 Óli Gunnar frændi er bara ekki með þetta þótt þeir hafi slysast til að vinna síðasta leik.
Garðar: 3-1 Best að skrifa bara þetta um þennan leik.
FULHAM - NEWCASTLE
Tumi: 1-1
Helgi: 1-2 Berbatov skorar ekki fyrir Fulham og hvorki Asprilla né Keegan fyrir Newcastle.
Garðar: 1-3 Leiðinlegur leikur - afgreitt...
ASTON VILLA - CHELSEA
Tumi: 0-3
Helgi: 1-1 Óvænt jafntebbli, Ivanovic og Ogútumalltmeðhor skora.
Garðar: 1-3 Lið Villa fer ekki að vinna lið sem svindlar endalaust. Ekki einu sinni á heimavelli.
MAN UTD - LIVERPOOL
Tumi: 0-2
Helgi: 1-1 Smá hikst á Bítlavélinni...
Garðar: 1-2 Vantar allt bit í mu í vetur en liverpul hefur alltaf nóg að bíta og brenna.
TOTTENHAM - ARSENAL
Tumi: 1-2
Helgi: 1-1 ...en það er allt í lagi því það eru fleiri sem hiksta.
Garðar: 1-2 Mínir menn eru ekki að gera góða hluti þessa dagana en tapa samt auðvitað óverðskuldað fyrir hinu liðinu.
No comments:
Post a Comment