Friday, March 21, 2014

75. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Tippfótbolti eins og venjulega um helgar og sérfræðingar síðunnar setja sig í ísmeygilegar knattspyrnuspáastellingar. Tumilumi fékk 7 stig um síðustu helgi, Garðar 6 og Helgi 2. Annars hefur Tumi óvænt tekið forystuna, eftir leiki síðustu umferðar, og hefur nú 176 stig á toppnum, Garðar er með 159 en Helgi lekur restina og hefur 143 stig.
 
Og svo er það næsta umferð:
 
CHELSEA - ARSENAL
Tumi: 2-0
Helgi: 1-1 Eins stigs sex stiga leikur.
Garðar: 2-1 Þetta er gríðarleg mikilvægur leikur í fallbaráttunni en heimamenn hafa sigur í leik þar sem 12 rauð spjöld fara á loft. Frakkinn með skrítna nafnið skorar fyrir ars.
 
CARDIFF - LIVERPOOL
Tumi: 1-3
Helgi: 0-4 SAS.
Garðar: 1-2 Óli & félagar eiga víst frekar lítið erindi í Ensku Úrvalsdeildina og fara fljótlega hraðferð heim í tjampíónsjipp.
 
MAN CITY - FULHAM
Tumi: 3-0
Helgi: 6-1 Fúlhamringar komast samt yfir fljótlega í leiknum.
Garðar: 3-1 Felix er að rétta þá Fúlu aðeins úr kútnum en á ekki erfiði sem erindi gegn heimamönnum.
 
EVERTON - SWANSEA
Tumi: 1-1
Helgi: 2-0 Strumparnir enn í baráttu um fimmta sætið.
Garðar: 2-1 Steindautt á Gúddí.
 
WEST HAM - MAN UTD
Tumi: 0-2
Helgi: 1-2 Slef.
Garðar: 0-2 Moyes er augljóslega að slá í gegn þessa dagana og van Gefin skorar svakalega Meistaradeildarþrennu af sjúkrabekknum.
 
TOTTENHAM - SOUTHAMPTON
Tumi: 2-1 Held að Ricky Lambert skori fyrir Southampton.
Helgi: 1-1 Var Spurs ekki að spila í Evrópukeppni skítaliða?
Garðar: 2-1 Mínir menn hafa mikla yfirburði í þessum leik eins og venjulega en láta 2 mörk duga að þessu sinni. Ade með bæði.

No comments:

Post a Comment