Wednesday, June 15, 2016

107. FYRSTI Í EM. PORTUGAL - ÍSLAND


Það er víst alveg óhætt að segja að frumraun Íslands á lokakeppni EM í fótbolta hafi ekki verið neitt sérstaklega amaleg. Jafntefli gegn Portúgal og Ronaldo fór að grenja af því að hann fékk ekki að gera allt sem hann langaði.

En gjaldkeri KSÍ hlýtur líka að vera ánægður með stigið því að þetta jafntefli tryggir sambandinu 70 milljónir aukalega í kassann. Enn eru a.m.k. tveir leikir eftir og sigur gegn Ungverjum á laugardaginn gæti fært KSÍ 140 milljónir í viðbót en það er sú upphæð sem landsliðin fá fyrir hvern sigur á EM. Og ef Ísland kemst í 16 liða úrslit fær sambandið að auki 210 milljónir í verðlaun og 350 milljónir fyrir að komast í 8 liða úrslitin. Reyndar var rúmlega einn milljarður í boði fyrir að tryggja sér sæti á mótinu en það er önnur saga. 

Nú er bara að halda áfram að njóta keppninnar í Frakklandi og gera allt sem hægt er til að vinna næsta leik á mótinu gegn Ungverjalandi. ÁFRAM ÍSLAND!


No comments:

Post a Comment