Það fór ekki svo að Ísland yrði að ævilöngu atriði á EM í fótbolta en ansi er maður nú samt ánægður með árangurinn. Leikurinn við firnasterka Frakka tapaðist þó óþarflega stórt en snemma varð ljóst að franska liðið hafði farið vel yfir leik íslensku strákanna. Dagsskipunin var augljóslega að bíða aðeins og leyfa íslenska liðinu að koma framar á völlinn þar sem auðveldara yrði að sækja hratt á þá í fáliðaðri vörninni. 8 liða úrslit er stórkostlegur árangur og ólíklegt að það verði toppað í náinni framtíð hjá íslenska liðinu.
Liðið er komið heim og fékk að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur við heimkomuna og heimildir herma að á á þriðja tug þúsunda manns hafi mætt á Arnarhól til að fagna hetjunum.
Næsta mál er að koma sér í gírinn fyrir undankeppni HM 2018 og þar má búast við enn erfiðari undankeppni en var fyrir EM. Ísland, Úkraína, Króatía, Tyrkland, Finnland og Kósóvó er í okkar riðli (I riðli) og fjögur af liðunum sex spiluðu á EM í sumar. Það eitt segir ansi margt um styrkleika I riðilsins og möguleika okkar á að komast upp úr honum. Til samanburðar er til dæmis bara eitt lið sem var á EM í H riðli. Veit að það er ekki vinsælt að segja það en líkurnar á að komast á HM í Rússlandi eru hverfandi litlar. Það sem gæti þó hugsanlega hjálpað okkur er að í útileikjunum gegn Úkraínu og Króatíu mega ekki vera neinir áhorfendur. En það er annað mál.
Liðið er komið heim og fékk að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur við heimkomuna og heimildir herma að á á þriðja tug þúsunda manns hafi mætt á Arnarhól til að fagna hetjunum.
Næsta mál er að koma sér í gírinn fyrir undankeppni HM 2018 og þar má búast við enn erfiðari undankeppni en var fyrir EM. Ísland, Úkraína, Króatía, Tyrkland, Finnland og Kósóvó er í okkar riðli (I riðli) og fjögur af liðunum sex spiluðu á EM í sumar. Það eitt segir ansi margt um styrkleika I riðilsins og möguleika okkar á að komast upp úr honum. Til samanburðar er til dæmis bara eitt lið sem var á EM í H riðli. Veit að það er ekki vinsælt að segja það en líkurnar á að komast á HM í Rússlandi eru hverfandi litlar. Það sem gæti þó hugsanlega hjálpað okkur er að í útileikjunum gegn Úkraínu og Króatíu mega ekki vera neinir áhorfendur. En það er annað mál.
ÁFRAM ÍSLAND!