Thursday, March 24, 2016

105. JOHAN CRUYFF 1947-2016


Þá er Johan Cruyff fallinn frá og smám saman hverfa þeir á vit forfeðra sinna, stærstu knattspyrnusnillingar sögunnar, einn af öðrum. George Best, Eusobio, Di Stefano og Puskas og núna Cruyff. Þetta segir okkur bara hvað við eldumst.

Johan Cruyff lék a.m.k. tvisvar gegn íslenska landsliðinu en ég minnist þess þó ekki að hann hafi komið hingað til lands til að spila. Hér má þó sjá hann skora mark gegn Íslandi þann 29. ágúst árið 1973 á De Adelaarhorst í Deventer.


Leiknum lauk með 8-1 sigri hollenska liðsins og Cruyff skorar hér annað af tveimur mörkum sínum í leiknum gegn Diðriki Ólafssyni. Líklega er þetta Einar Gunnarsson við hlið Cruyff sem reynir að verjast.

Og til heiðurs kappanum skulum við einnig sjá myndband af honum með fallegum tilþrifum. Ef vel er að gáð má sjá Cruyff einmitt skora mark gegn Íslandi, árið 1973, eftir ca. 1 mínútu og 38 sekúndur í myndbandinu og annað örstuttu seinna í sama leik.

No comments:

Post a Comment