Thursday, October 3, 2013

31. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Loksins að koma helgi aftur og þá er auðvitað að sjálfsögðu komið að spám sérfræðinga Boltabulls. Enn er Tumi efstur sérfræðinganna en eitthvað hefur Helgi nú saxað á forskot hans því munurinn á þeim er núna aðeins 6 stig í stað 8 í síðustu viku. Annars hljóta úrslit síðustu helgar að hafa verið einstaklega óvænt því að Garðar fékk ekki eitt einasta stig í síðustu umferð. Og reyndar gott betur því hann hefur ekki fengið stig úr sjö leikjum í röð!
 
En hér eru spár sérfræðinganna fyrir 7. umferð:
 
MAN CITY - EVERTON
Tumi: 3-1
Garðar: 2-1 Held að Joe Corrigan verði í markinu í staðinn fyrir Joe Hart.
Helgi: 1-1 Tek sjensinn og spái jafntebbbli, strumparnir á hörkusiglingu og sjittí með allt niðrumsig.
 
LIVERPOOL - CRYSTAL PALACE
Tumi: 3-0
Garðar: 1-0 Held að Crystal Palace vinni en spái samt Liverpul sigri. Súares bítur sennilega boltann í netið.
Helgi: 4-0 Þrenna Suarez og Sturridge með eitt.
 
SUNDERLAND - MAN UTD
Tumi: 1-2
Garðar: 0-2 Sá reyndar einhvers staðar að Moyes hefði eytt 11 árum í að reyna að koma Everton uppfyrir Manjú og það væri loksins orðið að veruleika.
Helgi: 1-2 Gollrir og félagar merja Sunderland sem kemst þó yfir með marki Larssons, RvP og Shrek skora fyrir mu.
 
NORWICH - CHELSEA
Tumi: 0-2
Garðar: 1-2 Kanarífuglarnir ráða ekki við blámennina.
Helgi: 1-2 Krísa hjá Móra en þeir sleppa fyrir horn, Oscar með bæði.
 
WBA - ARSENAL
Tumi: 0-3
Garðar: 0-3 Skynsemin segir mér að WBA vinnur en ég er vanur að taka áhættur í lífinu.
Helgi: 0-4 hitnar undir Steve Clark en Özil leggur upp þrjú og skorar eitt, Giroud með tvö.
 
TOTTENHAM - WEST HAM
Tumi: 2-0
Garðar: 2-0 Öruggur sigur okkar manna og Soldado skorar.
Helgi: 1-0 Lundúnasigur þar sem Paulinho páfagaukur skorar með hendinni.

No comments:

Post a Comment