Ísland er rétt handan við hornið við að tryggja sér þátttökusæti í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu á næsta ári. Það er staðreynd að landsliðið á góða möguleika á að komast í umspilið ef vel gengur í lokaleikjunum tveimur sem fram fara nú í kringum næstu helgi en til þess þarf allt að ganga upp. Og þá eru sjálfir umspilsleikirnir auðvitað eftir en þeir eru leiknir heima og að heiman á næstu vikum. Líklega má telja að möguleikarnir þar fari minnkandi en auðvitað er um að gera að láta sig dreyma. Danmörk, Svíþjóð, Króatía, Portúgal, England, Frakkland og jafnvel Spánn eru allt lönd sem við gætum lent á móti og svo fyllsta raunsæis og sanngirnis sé gætt, þá eigum við ansi litla möguleika þar. Við erum bara svo rosalega pínulítil á alþjóðlega fótboltamælikvarða.
Það búa ekki nema um 325.000 manns á þessari gróðursnauða eldfjallaskeri úti í miðju norðanverðu Atlandshafinu og í hugum annara íbúa heimsins er það hreinlega á mörkunum að byggilegt sé á eyjunni. Til samanburðar má líka geta þess að til er land sem heitir Bútan (það er stærra en Sviss) og þar búa um tvær og hálf milljónir manna. Ef Bútan kemst einhvern tímann á HM þá tæmum við Tumi viskíflösku saman! Undir öllum eðlilegum kringumstæðum á þetta því hreinlega ekki að vera hægt - Við hljótum að vera að svindla eitthvað! Miðað við óhagstæðrar fámennsku okkar þá er tæknilega jafnmiklar líkur á að Malmö komist á HM.
Fámennasta þjóð veraldar til að komast á HM, fram til þessa, var Trinidad & Tobago en íbúar landsins voru aðeins um 1,1 milljón manns þegar landslið þeirra komst á HM 2006 í Þýskalandi. Liðið stóð sig reyndar alveg þokkalega, þrátt fyrir að vera talið lakasta lið keppninnar, og gerði til dæmis jafntefli við Svíþjóð en tapaði fyrir Englendingum og Paraguay og komst ekki áfram. Næst fámennasta þjóðin til að komast á HM var Slóvenía árið 2010 (rúmlega 2 milljónir) en þeir eru, eins og auðvitað allir vita, að berjast við Ísland um þetta lausa umspilssæti.
Í það minnsta... ef það er einhvern tímann ástæða til styðja við bakið á fótboltalandsliðinu okkar og senda því góða strauma, þá er það núna.
ÁFRAM ÍSLAND!
No comments:
Post a Comment