Aftur kominn að enskum bolta, eftir reyndar óvenju ánægjulegt landsleikjahlé, og komið að sérfræðingum Boltabulls að tippa á leiki helgarinnar. Enn er Tumi efstur og er nú með 48 stig, Helgi er kominn með 39 og Garðar hefur 31 stig.
En hér koma leikir umferðarinnar:
NEWCASTLE - LIVERPOOL
Tumi: 0-2 Sturridge og Suarez með mörkin.
Garðar: 1-2 Frönsk knattspyrna er í lægð um þessar mundir.
Helgi: 1-2 Newcastle er mikið í mun að bæta fyrir 0-6 tapið á þessum velli í vor og mæta dýrvitlausir, SAS skora fyrir LFC.
MAN UTD - SOUTHAMPTON
Tumi: 2-1 Rooney og van Persie skora fyrir United en Lambert fyrir Southampton.
Garðar: 1-1 Dýrlingarnir eru á bullandi flugi og Man jú eru ekki á flugi.
Helgi: 1-0 Óvæntur heimasigur á old toilet.
ARSENAL - NORWICH
Tumi: 3-0 Giroud skorar fyrir Arsenal og Özil leggur upp ef hann spilar.
Garðar: 3-1 Búningarnir hjá Norwich eru óvenju ljótir þetta tímabilið og því falla þeir í vor með sæmd og skömm.
Helgi: 4-0 Frekar auðveldur Özil-laus svefnpokasigur, Giroud með tvennu.
CHELSEA - CARDIFF
Tumi: 2-0 Oscar skorar í þessum leik.
Garðar: 2-1 Aron Einar skorar fyrir þá welsku.
Helgi: 2-1 Örþreyttur chel$ea-liðar merja Veilsverjana.
WEST HAM - MAN CITY
Tumi: 0-3 Aguero skorar að minnsta kosti eitt fyrir City.
Garðar: 1-2 Óvenjulega erfiður leikur að tippa á og vona að bæði liðin tapi.
Helgi: 1-1 City enn að misstíga sig.
ASTON VILLA - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Garðar: 1-2 Sigur hjá mínum mönnum og enn skorar Soldado.
Helgi: 1-2 Botnslagur en Paulinho skorar tvö í seinni hálfleik.
No comments:
Post a Comment