Komið að sérfræðingum Boltabulls, að spá í leiki helgarinnar, eftir tveggja vikna frí og vonandi kemur eitthvað virkilega gáfulegt frá spekingunum núna. Garðar fer hamförum um þessar mundir, við að safna inn stigum í leiknum, og aðra umferðina í röð sigrar hann með nokkrum yfirburðum. Hann varð efstur í síðustu umferð og fékk 12 stig, Tumi var með 8 og Helgi fékk 7. Tumi er enn nokkuð örugglega efstur, með 120 stig, en eitthvað hefur forystan minnkað því Garðar er kominn með 109. Helgi er hins vegar neðstur með 98.
En hér koma spár fræðimannanna...
HULL - CHELSEA
Tumi: 0-3
Helgi: 0-3
Garðar: 1-2 Frekar auðvelt hjá Edrú & félögum.
TOTTENHAM - CRYSTAL PALACE
Tumi: 3-0
Helgi: 4-1
Garðar: 2-1 Skyldusigur hjá mínum mönnum en hann verður svona mátulega stór.
EVERTON - NORWICH
Tumi: 2-0
Helgi: 2-0
Garðar: 3-0 Stóra liðið í Bítlaborginni á frekar auðveldan dag og Andy Gray, Peter Reid og Adrian Heath sjá um Kanarífuglana.
NEWCASTLE - MAN CITY
Tumi: 0-3
Helgi: 1-2
Garðar: 0-3 Þetta gerist ekki auðveldara á útivelli.
STOKE - LIVERPOOL
Tumi: 0-3
Helgi: 1-3
Garðar: 1-2 Stók er bara svo arfaleiðinlegt - meira að segja þó að Alfreð komi til þeirra.
ASTON VILLA - ARSENAL
Tumi: 0-2
Helgi: 1-3
Garðar: 1-2 Nú fer Arsenalið eitthvað að hiksta en Villi og félagar geta bara ekkert.
No comments:
Post a Comment