Og enn er komið að meintum sérfræðingunum okkar að spá um leiki helgarinnar í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Síðasta umferð var í jafnara lagi og stigahlutfall sérfræðinga Boltabulls var í hærri kantinum að þessu sinni en þeir Tumi og Garðar deildu efsta sætinu með 12 stig hvor. Helgi fékk 11. Það má kannski geta þess að 12 stig (af 18 mögulegum) er jöfnun á stigameti í einni umferð en Garðar fékk núna 12 stig aðra umferðina í röð. Hann er reyndar á feikna flugi þessa dagana og hefur fengið stig úr 18 leikjum í röð en fyrra metið átti Tumi með 10 leiki í röð. Staðan er því þannig núna að Tumi er enn efstur með 132 stig, Garðar hefur 121 og Helgi 109.
En hér koma leikir og spár helgarinnar...
ARSENAL - FULHAM
Tumi: 3-0
Helgi: 3-0 Stærstu Lundúnaliðin mætast en spennan er engin, Giroud (2) og Cazorla með mörkin.
Garðar: 3-1 Svefnpokagengið vinna öruggan sigur á sultuslökum Fúlverjum.
MAN CITY - CARDIFF
Tumi: 2-0
Helgi: 5-0 Negredo og Aguero með tvö hvor, aðrir minna.
Garðar: 6-0 Solskjær & félagar ráða ekkert við þá ljósbláu og þetta gæti endað einhvers staðar á milli 3 og 68 - 0.
LIVERPOOL - ASTON VILLA
Tumi: 2-0
Helgi: 5-0 Suarez (3), Sturridge, Hendo.
Garðar: 2-1 Alltaf leiðinlegt að spá þessu heimaliði sigri en það má alltaf spá því ósanngjörnu.
SWANSEA - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Helgi: 1-2 Klaus Bendtleke kemur Swansea yfir en Theo Dolphin og Mark McSchlubert svara fyrir tott'n.
Garðar: 1-2 Skyldusigur hjá mínum mönnum og Adebayor skorar a.m.k. fjögur.
CHELSEA - MAN UTD
Tumi: 2-0
Helgi: 1-1 Ég spái að allir spái 1-1.
Garðar: 2-1 Auðveldur sigur hjá Móra gegn Mójs.
WBA - EVERTON
Tumi: 0-1
Helgi: 1-2 Marseilles og Charles Barkley skora fyrir Neverton en Analka skorar fyrir heimaliðið.
Garðar: 1-2 Everton tekur þetta í hundleiðinlegum fótboltaleik en ég held með þeim röndóttu.
No comments:
Post a Comment