Það er alltaf jafnspennandi þegar helgin nálgast og sérfræðingar síðunnar leggja höfuðin í bleyti við spámennsku sína. Svolítið voru spekingarnir duglegri, í stigasöfnun sinni núna, heldur en helgina á undan og þeir Tumi og Garðar fengu sitthvor 8 stigin á meðan Helgi lét sér duga 7 stig. Enn er Tumi efstur og hefur nú 155 stig, Garðar er með 142 og Helgi hefur 128.
En hér eru leikir helgarinnar komnir...
HULL - NEWCASTLE
Tumi: 1-1
Helgi: 1-2 Þeir svarthvítu aðeins að rétta aftur úr kútnum.
Garðar: 2-1 The Tigers hljóta að taka Newcastle heima - Mirandinha tekur fram skóinn og skorar fyrir New.
STOKE - ARSENAL
Tumi: 0-3
Helgi: 0-1 Skallamark frá Giroud í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Garðar: 1-3 Ég veit ekki af hverju en Stók hefur alltaf verið leiðinlegt lið.
FULHAM - CHELSEA
Tumi: 0-3
Helgi: 0-3 Tiltölulega létt, Torres með tvö, Hazard með eitt.
Garðar: 1-2 Felix er byrjaður í viðgerðum á CC en það dugar bara ekki gegn bláfótungum.
EVERTON - WEST HAM
Tumi: 2-0 Lukaku með bæði mörkin.
Helgi: 1-0 Mirallas með sigurmarkið á 88. mínútu.
Garðar: 2-1 Svona fer þessi leikur en ég veit ekkert af hverju!
SOUTHAMPTON - LIVERPOOL
Tumi: 1-3
Helgi: 1-1 Vonbrigði helgarinnar.
Garðar: 2-3 Vonbrigði helgarinnar.
TOTTENHAM - CARDIFF
Tumi: 2-0
Helgi: 4-0 Og það er ekki af því að Tottnam séu svona góðir.
Garðar: 2-0 Kominn tími á sunnudagssigur í kjölfar Evrópuleiks. Adebayor skorar í dag.