Thursday, February 6, 2014

66. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Helgin framundan og sérfræðingar Boltabulls hafa sett sig í rétta gírinn fyrir Enska boltann. Síðustu tvær helgar hafa ekki gefið mikið af sér hjá spekingunum, enda úrslitin að undanförnu afskaplega óhagstæð fyrir góða tippara, en allir fengu fræðingarnir þó 4 stig fyrir síðustu umferð. Tumi hefur því 141 stig, Garðar 131 og Helgi 118.
 
En hér kemur næsta tipp...
 
LIVERPOOL - ARSENAL
Tumi: 1-2
Helgi: 3-1 Öruggur sigur á upprúlluðum svefnpokum, Suares, Henderson og Skrtel með mörkin fyrir heimamenn en Cazorla fyrir ars.
Garðar: 1-1 Þetta getur ekki endað öðruvísi. Skrölt og Ösel skora þetta.
 
SOUTHAMPTON - STOKE
Tumi: 2-2
Helgi: 2-1 Miðjumoð.
Garðar: 2-1 Hreint ansi óáhugaverð viðureign - örugglega allt sjálfsmörk.
 
CHELSEA - NEWCASTLE
Tumi: 2-0
Helgi: 2-1 Lyndínar rétt merja strípurnar, þar sem bláliðar hafa enga framherja verða Hazard og Ivanovic að skora mörkin.
Garðar: 2-0 Strumpaliðið fer frekar auðveldlega með þá káerrsku.
 
NORWICH - MAN CITY
Tumi: 0-3
Helgi: 0-7 Sjittarnir æfir eftir tapið á mánudaginn, klúðra samt víti.
Garðar: 0-4 Kanarífuglarnir eiga lítinn séns í þessa ljósbláu.
 
TOTTENHAM - EVERTON
Tumi: 2-1
Helgi: 1-1 Óskaúrslit allra innbyrðisleikja þessara liða - ef lið skyldu kalla.
Garðar: 2-1 Engin spurning um heimasigur hjá mínum mönnum.
 
MAN UTD - FULHAM
Tumi: 1-0
Helgi: 2-1 Djöblarnir hnoðast um miðja deild og eiga það skilið.
Garðar: 2-1 Mu vinnur þetta en ekki vegna þess hve góðir þeir eru.

No comments:

Post a Comment