Wednesday, February 19, 2014

69. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Af úrslitum síðustu umferðar (og þá auðvitað um leið spádómum sérfræðinga Boltabulls að dæma) má ráða, að sannarlega sannast hið fornkveðna um að skjótt skipast veður í lofti. Þótt Tumi hafi ekki beint farið hamförum í forystuhlutverki sínu, við stigaöflun umferðarinnar, þá fékk hann samt helmingi fleiri stig en hinir fræðingar síðunnar. Heil 6 stig (af 18 mögulegum) gáfu honum möguleika á forskoti sem hljómar nú upp á 13 stig en það þýðir þá auðvitað að Helgi og Garðar hafi aðeins hlotið 3 stig hvor. Tumi hefur því núna 147 stig, Garðar er með 134 og Helgi 121.

Athugulir lesendur hafa væntanlega tekið eftir því að ekkert var leikið í Úrvalsdeildinni um liðna helgi en næsta umferð er eitthvað á þessa leið:

CHELSEA - EVERTON
Tumi: 2-0
Helgi: 2-1 Naumur sigur plastfánanna, framherjar Chelsea skora bæði mörk þeirra - ónei... þeir spila ekki með framherja.
Garðar: 2-1 Þetta er því miður bara raunhæf spá en draumaúrslitin fyrir mitt lið væri jafntefli eða tap hjá Chelsea.

MAN CITY - STOKE
Tumi: 3-0
Helgi: 5-0 Frekar öruggt, Navas, Dzeko (2),Zabaletta og sjálfsmark Stoke.
Garðar: 5-0 Stók er ekki að fara að vinna sittí neitt. Joe Corrigan ver víti.

ARSENAL - SUNDERLAND
Tumi: 2-0
Helgi: 2-1 Arsenal í basli með eitt af botnliðunum, Cazorla og Podolski með mörk Arsenal og Borini fyrir Sunderland. Giroud kemst einn í gegn en heldur framhjá markinu og upp í stúku.
Garðar: 3-1 Þessi efstu lið eru voða lítið að misstíga sig og ars tapar ekki tveimur leikjum í röð í deildinni.

CRYSTAL PALACE - MAN UTD
Tumi: 1-2
Helgi: 1-1 Jafnteflisbotnslagur.
Garðar: 1-2 Hmmm... það væri ansi freistandi að spá mu tapi en ég þori því ekki vegna stigakeppninnar.

LIVERPOOL - SWANSEA
Tumi: 3-1
Helgi: 4-0 Coutinho, Suarez (2) og Sturridge með mörkin.
Garðar: 2-1 Líf er púl rétt mer þetta með mútum og dómarasandölum.

NORWICH - TOTTENHAM
Tumi: 0-3
Helgi: 1-2 Soldado getur ekki hætt að skora fyrir Tottenham og hættir ekki heldur að geta skorað, þótt hann haldi að hann geti skorað.
Garðar: 0-2 Frekar auðveldur sigur hjá mínum mönnum og Adebayor getur ekki hætt að skora.

No comments:

Post a Comment