Þá er víst komið að enn einni helgarspánni og sérfræðingar síðunnar hafa sett sig í startholurnar fyrir leiki umferðarinnar. Fyrst er þó vert að geta þriggja frestaðra leikja sem fræðingarnir voru búnir að spá um, fyrir þremur vikum, en tveir þessara leikja voru spilaðir nú í vikunni. Þetta voru leikir Newcastle og Everton annars vegar og hins vegar Arsenal og Swansea. Garðar fékk tvö stig úr þessum tveimur leikjum en Tumi og Helgi fengu sitthvort eitt stigið á kjaft. Úr leikjum síðustu helgar fékk Tumi hins vegar 9 stig (+1), Garðar fékk 8 (+2) en Helgi fékk 5 stig (+1). Enn er Tumi því efstur í heildarkeppninni og er nú kominn með 186 stig, Garðar hefur nú 169 og Helgi er með 149 stig.
En hér koma næstu spár sérfræðinganna:
MAN UTD - ASTON VILLA
Tumi: 2-0
Helgi: 2-0 Manutd er að gera góða hluti og á eflaust eftir að tryggja sér endanlega hið eftirsótta sjöunda sæti, gera verður tólf mínútna hlé á leiknum á meðan leitað er að boltanum í hári Fellaininini.
Garðar: 2-1 Það væri virkilega freistandi að spá mu tapi en þar sem liðið er á heimavelli ættu þeir hugsanlega að geta unnið Villa & félaga.
CRYSTAL PALACE - CHELSEA
Tumi: 0-3
Helgi: 0-4 Oscar og Hazard skipta þessu bróðurlega á milli sín.
Garðar: 0-3 Auðveldur strumpasigur.
SOUTHAMPTON - NEWCASTLE
Tumi: 1-1
Helgi: 2-1 Lallana með bæði fyrir dýrlingana.
Garðar: 1-1 Örugglega í fyrsta skipti í vetur sem ég spái jafntefli einhvers staðar.
ARSENAL - MAN CITY
Tumi: 0-3
Helgi: 1-0 Þetta er meira óskhyggja en spá.
Garðar: 1-3 Á ekki von á að Arsenal sé að fara gera eitthvað gegn Cittý.
FULHAM - EVERTON
Tumi: 0-2
Helgi: 1-3 Lágstúkuliðið á ekki sjens í bláverjana.
Garðar: 0-2 Felix hinn þýski gæti hugsanlega reynt að hanga eitthvað í Evertonnum en því miður hef ég ansi litla trú á því.
LIVERPOOL - TOTTENHAM
Tumi: 2-1 Súares og Störreds með sitthvort markið.
Helgi: 4-2 Eftir bókinni.
Garðar: 2-1 Þetta verður einn af dómarasköndölum sögunnar en því miður mun það bitna illilega á mínum mönnum.