Nú er farið að sjá fyrir endann á enska boltanum í vetur og spennan hjá sérfræðingum Boltabulls að ná efstu hæðum. Garðar varð efstur i síðustu umferð og fékk 10 stig, Helgi var með 8 og Tumi fékk 6 stig. Eitthvað virðist Tumi því vera farinn að gefa eftir í lokaumferðunum og hann verður að hafa sig allan við ef hann ætlar ekki að missa niður þá forystu sem hann hefur haft frá 1. umferð. Hann er þó enn efstur og hefur 206 stig, Garðar hefur 199 og Helgi er með 177 stig.
En ekki má gleyma leikjum næstu helgar:
SOUTHAMPTON - EVERTON
Tumi: 1-2
Helgi: 1-3 Bláliðar gefa ekkert eftir í baráttunni um Meistaradeildarsætið.
Garðar: 1-2 Prumpuleikur...
STOKE - TOTTENHAM
Tumi: 0-1
Helgi: 1-2 Soldado skorar enn og aftur ekki.
Garðar: 1-3 Að sjálfsögðu sigur hjá mínum mönnum.
MAN UTD - NORWICH
Tumi: 1-0
Helgi: 4-0 Nýtt og ferskt júnæted.
Garðar: 2-1 Mu vinnur Norwich en það hefur ekkert með brottrekstur Moy að gera.
LIVERPOOL - CHELSEA
Tumi: 1-1
Helgi: 3-0 Létt og löðurmannlegt, hvað sem löðurmannlegt nú þýðir.
Garðar: 2-1 Heppnissigur heimamanna gegn þeim bláklæddu.
CRYSTAL PALACE - MAN CITY
Tumi: 0-2
Helgi: 1-0 Skrifað í skýin.
Garðar: 1-2 Athyglisverður leikur en City slefar sigur.
ARSENAL - NEWCASTLE
Tumi: 2-0
Helgi: 5-1 Rendlingar geta ekki blautan.
Garðar: 4-0 Njúv er búið að tapa fimm leikjum í röð og fer ekki að taka upp á því að vinna Ars á útivelli núna.