Og enn er komið að sérfræðingum BOLTABULLS sem ætla að spá í leiki helgarinnar. Annars var Garðar efstur um síðustu helgi og fékk heil 11 stig en Tumi og Helgi fengu báðir 7. Tumi er enn efstur með 196 stig, Garðar hefur 184 og Helgi hefur 163.
En hér er komið að leikjum helgarinnar:
SUNDERLAND - EVERTON
Tumi: 0-3
Helgi: 1-2 Þetta er einfalt, Sunderland er fallið.
Garðar: 0-2 Leiðinlegur leikur eins og svo margir í þessari umferð.
STOKE - NEWCASTLE
Tumi: 1-1
Helgi: 2-0 Rauðrendlingar sigra með mörkum Charlie Adam og Svartrendlingar fikra sig
örugglega niður töfluna.
Garðar: 2-1 Þennan leik er Newcastle aldrei að fara að vinna enda hafa þeir ekki skorað mark í deildinni síðan 22. mars þegar þeir drulluðust til að vinna Crystal Palace 1-0. Þeir skora þó eitt á móti Stók.
SOUTHAMPTON - CARDIFF
Tumi: 2-0
Helgi: 6-0 Óli Gunnar og norskir meðbræður hans eru hættir.
Garðar: 2-1 Því miður er sá indverski (eða hvað sem hann er?) ekki að fara að eiga Úrvalsdeildarlið á næstunni. Eins gott fyrir Aron Einar að fara að finna sér eitthvað skárra lið.
WBA - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Helgi: 1-3 Tottenham í baráttu um fyrsta meistaratitilinn síðan 1970.
Garðar: 1-2 Erfiður útisigur hjá mínum mönnum. Ade heldur áfram að skora.
LIVERPOOL - MAN CITY
Tumi: 2-3
Helgi: 4-2 Martin Skrtel skorar tvö mörk í þessum leik.
Garðar: 1-3 Besta liðið á Englandi vinnur næstskársta liðið í Everton borg.
SWANSEA - CHELSEA
Tumi: 0-2
Helgi: 1-3 Mórinjó þarf ekkert að draga að sér athyglina eftir þennan leik.
Garðar: 0-3 Auðveldur strumpasigur á álftunum.
No comments:
Post a Comment