Þá er komið að páskaumferðinni hjá sérfræðingum BOLTABULLS en um síðustu helgi tók Helgi sig til og varð efstur með 6 stig, Garðar fékk 5 en Tumi rak lestina að þessu sinni. Hann er þó enn efstur í heildarkeppninni og hefur nú náð 200 stigum. Garðar er með 189 og Helgi er með 169 stig.
En hér koma leikir helgarinnar:
TOTTENHAM - FULHAM
Tumi: 1-0
Helgi: 3-2 Á maður ekki að segja að Eriksen skori öll þrjú tott, hann er sá eini sem
getur eitthvað í þessu liði.
Garðar: 3-1 Mínir menn eiga að taka þetta í hádeginu en ég er samt pínu hræddur við Felix.
HULL - ARSENAL
Tumi: 0-2
Helgi: 1-2 Seiglusigur Arsenalla.
Garðar: 1-2 Ars slefar Húllarana í generalprufunni fyrir bikarúrslitin.
NORWICH - LIVERPOOL
Tumi: 0-3
Helgi: 1-4 Gerrard, Coutihno, Skrtel og Flanagan skora mörk Liverpool.
Garðar: 1-3 Kanaríkvikindin eru því miður ekki að fara að gera neitt af viti hér.
CHELSEA - SUNDERLAND
Tumi: 2-0
Helgi: 1-0 Týpískt.
Garðar: 4-0 Sundararnir kláruðu sig alveg gegn City í vikunni og hafa enga orku gegn the Strumps á útivelli.
EVERTON - MAN UTD
Tumi: 1-1
Helgi: 2-1 Sir David tapar fyrir gamla liðinu sínu, Mirallas og Baines skora fyrir bláa
en Mata fyrir rauða.
Garðar: 2-1 Svo einfalt er það...
MAN CITY - WBA
Tumi: 2-0
Helgi: 3-2 Olían á undanhaldi. Ef þeir kaupa leikmenn fyrir 300 milljónir punda í
viðbót gæti þetta skánað.
Garðar: 5-1 City lætur sig enn dreyma um titilinn en það er of seint eftir hökt síðustu umferða.
No comments:
Post a Comment