Friday, April 4, 2014

78. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Sérfræðingar BOLTABULLS voru almennt fremur hógværir í stigasöfnun sinni um síðustu helgi en í þetta skiptið tók Helgi þó að sér það hlutverk að fá flest stig umferðarinnar. Hann var sem sagt efstur og fékk 7 stig, Garðar var með 4 en Tumi rak lestina og fékk aðeins 3 stig. Tumi er samt enn efstur og hefur nú 189 stig, Garðar hefur 173 og Helgi er með 156.
 
En svona er næsta umferð:
 
MAN CITY - SOUTHAMPTON
Tumi: 2-0
Helgi: 4-0 Shitty svarar hressilega fyrir stigaskortinn um síðustu helgi.
Garðar: 4-1 Næstbesta liðið á Englandi vinnur þennan leik af því að Southampton getur ekki neitt.
 
NEWCASTLE - MAN UTD
Tumi: 0-2
Helgi: 1-3 Það er sama hversu manjú eru lélegir, rendlingarnir eru í frjálsu falli.
Garðar: 1-2 Markatalan hjá New er 0-7 úr síðustu tveimur leikjum og liðið er á hraðri leið niður í að gulltryggja sér 9. sæti deildarinnar.
 
CHELSEA - STOKE
Tumi: 1-0
Helgi: 1-0 John Terry skorar með skalla á lokamínútunum.
Garðar: 3-0 Móri er búinn að mæra Púlis of mikið á síðustu dögum en eins og allir vita þá mun Púlis-andi svífa yfir Stoke vötnum um ókomna tíð. 
 
EVERTON - ARSENAL
Tumi: 1-2
Helgi: 1-1 Arsenal stimplar sig endanlega úr titilbaráttunni.
Garðar: 1-2 Ars aðeins að rétta úr kútnum eftir afleitt gengi að undanförnu.
 
WEST HAM - LIVERPOOL
Tumi: 0-3
Helgi: 0-1 Múrveggur fyrir framan markið en mínir menn klára með marki Skrtels.
Garðar: 1-3 Ömurlegt að vera með leik hérna úr neðri hlutanum...
 
TOTTENHAM - SUNDERLAND
Tumi: 1-0
Helgi: 2-0 Fallslagur og Spurs nær að snúa mínusmarkatölunni í plús - eða næstum því.
Garðar: 2-1 Auðvelt hjá mínum mönnum.

No comments:

Post a Comment