Gareth Bale er allur að koma til, í veru sinni hjá stórveldinu Real Madrid, eftir að hafa tekið því rólega vegna meiðsla og almennra aðlögunar á sínum fyrstu mánuðum á Spáni. Í vikunni tók hann sig til og skoraði sigurmark liðsins gegn Barcelona í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og það mark var ekki beint af ódýrari gerðinni.
En þetta er ekki fyrsta markið sem hann skorar með þessum sama hætti. Í æfingaleik gegn Íslendingum í vetur skoraði kappinn keimlíkt mark, þar sem hann brunaði upp kantinn á sambærilegan hátt og skoraði næsta auðveldlega. Eini munurinn er sá að gegn Íslandi óð hann upp hinn kantinn.
Í báðum þessum mörkum fær Bale boltann utan við miðlínu og brunar af stað upp kantinn með varnarmenn utan í sér sem reyna að þvinga hann út af vellinum. Gegn Barcelona er það miðvörðurinn Marc Barta sem hann á í höggi við en gegn Íslendingum er það Sölvi Geir Ottesen sem reynir að stöðva hann. Í báðum tilfellunum eru varnarmennirnir búnir að bola Bale a.m.k. 2 metra út fyrir hliðarlínuna en hann hristir þá næsta auðveldlega af sér að tekur sprettinn upp restina af vellinum. Ótrúlegur leikmaður...
No comments:
Post a Comment