Nú eru liðnar fyrstu tvær vikurnar af HM 2014 og langt liðið á aðra umferð riðlakeppninnar, þannig að mótið er búið að fá að rúlla vel af stað. Keppnin fer stórvel í gang og töluvert meira hefur verið skorað af mörkum þessa fyrstu daga heldur en á fyrri mótum. Mótið er í raun og veru alveg stórskemmtilegt og hefur upp á að bjóða allt það sem knattspyrnuáhugamenn vilja sjá.
Tók eftir því þegar enski landsliðshópurinn var valinn fyrir Heimsmeistarakeppnina að ekki einn einasti leikmaður Tottenham var í hópnum og hugsaði reyndar með mér að ég minntist þess ekki að hafa upplifað slíkt áður. Enskir leikmenn Spurs hafa að jafnaði verið þetta 2-4 í hverri stórkeppni á undanförnum áratugum en þeir aðilar sem helst komu til greina fyrir þetta mót voru ýmist meiddir eða þóttu ekki hafa sýnt nægilega góða frammistöðu undanfarna mánuði. Það er líka bara fínt. Enska liðið er engan veginn sannfærandi og þessir tilteknu leikmenn Tottenham fá því kærkomið og gott sumarfrí í staðinn.
En það eru fleiri landsliðsmenn Tottenham á ferðinni heldur en bara hjá því enska. Okkur reiknast svo til að í heildina séu þeir líklega sjö talsins en einnig eru þó nokkrir fyrrverandi leikmenn liðsins á mótinu. Belgíska liðið á flesta fulltrúa Spurs á HM að þessu sinni eða þrjá talsins. Þetta eru þeir Jan Vertonghen, Mousa Dembele og Nacer Chadli, Paulinho er fulltrúi liðsins hjá Brasilíumönnum, Benoit Assou-Ekotto er hjá Kamerún, Hugo Lloris Frakklandi og Nabil Bentaleb spilar fyrir Alsír.
Af fyrrverandi leikmönnum liðsins má nefna að misjafnlega gengur þeim nú á HM. Cliff Dempsey og Giovani dos Santos hafa staðið sig vel með sínum landsliðum á meðan að Wilson Palacios hefur verið að sýna frekar lítið þroskuð tilþrif. Króatarnir og Íslandsvinirnir Modric, Corluca og Pletikosa hafa allir spilað lygnan sjó með sínu landsliði. Kevin-Prince Boateng er þarna einhvers staðar, Hélder Postiga og meira að segja Didier Zokora er enn að spila. Alls eru þetta 16 núverandi og fyrrverandi leikmenn Tottenham sem eru að spila á HM. Það gæti alveg verið verra.
Tók eftir því þegar enski landsliðshópurinn var valinn fyrir Heimsmeistarakeppnina að ekki einn einasti leikmaður Tottenham var í hópnum og hugsaði reyndar með mér að ég minntist þess ekki að hafa upplifað slíkt áður. Enskir leikmenn Spurs hafa að jafnaði verið þetta 2-4 í hverri stórkeppni á undanförnum áratugum en þeir aðilar sem helst komu til greina fyrir þetta mót voru ýmist meiddir eða þóttu ekki hafa sýnt nægilega góða frammistöðu undanfarna mánuði. Það er líka bara fínt. Enska liðið er engan veginn sannfærandi og þessir tilteknu leikmenn Tottenham fá því kærkomið og gott sumarfrí í staðinn.
En það eru fleiri landsliðsmenn Tottenham á ferðinni heldur en bara hjá því enska. Okkur reiknast svo til að í heildina séu þeir líklega sjö talsins en einnig eru þó nokkrir fyrrverandi leikmenn liðsins á mótinu. Belgíska liðið á flesta fulltrúa Spurs á HM að þessu sinni eða þrjá talsins. Þetta eru þeir Jan Vertonghen, Mousa Dembele og Nacer Chadli, Paulinho er fulltrúi liðsins hjá Brasilíumönnum, Benoit Assou-Ekotto er hjá Kamerún, Hugo Lloris Frakklandi og Nabil Bentaleb spilar fyrir Alsír.
Af fyrrverandi leikmönnum liðsins má nefna að misjafnlega gengur þeim nú á HM. Cliff Dempsey og Giovani dos Santos hafa staðið sig vel með sínum landsliðum á meðan að Wilson Palacios hefur verið að sýna frekar lítið þroskuð tilþrif. Króatarnir og Íslandsvinirnir Modric, Corluca og Pletikosa hafa allir spilað lygnan sjó með sínu landsliði. Kevin-Prince Boateng er þarna einhvers staðar, Hélder Postiga og meira að segja Didier Zokora er enn að spila. Alls eru þetta 16 núverandi og fyrrverandi leikmenn Tottenham sem eru að spila á HM. Það gæti alveg verið verra.
No comments:
Post a Comment