Saturday, December 28, 2013

57. GYLFI ÞÓR ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS

 
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Tottenham er íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2013 og það er frábært. Hann er fyllilega að þeim titli kominn. Sjálfur, ef ég hefði haft atkvæðarétt, hefði ég reyndar valið Anítu Hinriksdóttur en Gylfi á þetta fullkomlega skilið. En það er voðalega leiðinlegt að heyra fólk, strax í kjölfar kjörsins, vera að hrauna yfir val íþróttafréttamanna og tjá sig um það á neikvæðan hátt í kommentakerfum netmiðlanna. Gylfi sjálfur, sem persónulega hefur ekkert með valið á sér að gera, fær jafnvel sinn skammt af fúkyrðunum og sumir hamast við að gera sem minnst úr honum. Þó að fólk sé ekki sammála um val fréttamannanna á kjörinu er engin ástæða til að hrauna yfir Gylfa. Nær væri frekar að gleðjast fyrir hans hönd og óska honum innilega til hamingju með titilinn. Það ætlum við allavega að gera hér á BOLTABULLI.
 
En við höfum einnig tekið þá ákvörðun, eins og oft er venja hjá knattspyrnunetmiðlum (sem við hljótum að teljast), að velja knattspyrnumann ársins 2013.
 
OG HÉR MEÐ ER ÞAÐ GERT OPINBERT AÐ ANÍTA HINRIKSDÓTTIR HEFUR VERIÐ KJÖRIN KNATTSPYRNUMAÐUR ÁRSINS HJÁ FÓTBOLTANETMIÐLINUM BOLTABULL.BLOGSPOT.COM.
 


Friday, December 27, 2013

56. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Og þá er komið að enska boltanum þar sem sérfræðingar BOLTABULLS ætla enn og aftur að tjá sig á vitrænan hátt um leiki helgarinnar. Um síðustu helgi var Garðar nokkuð örugglega efstur og fékk 11 stig úr leikjunum 6, Tumi fékk 8 stig og Helgi fékk 7. Tumi hefur því 112 stig á toppnum, Garðar er nú kominn með 97 og Helgi hefur dregist heldur aftur úr og hefur 91 stig.
 
En hér koma næstu spár spekinganna:
 
NORWICH - MAN UTD
Tumi: 0-2
Helgi: 1-4 Rooney með tvö, aðrir færri.
Garðar: 0-2 Norwich er ekki að fara að vinna muu.
 
MAN CITY - CRYSTAL PALACE
Tumi: 4-0
Helgi: 7-0 city svarar fyrir sig eftir tapið gegn Liverpool.
Garðar: 4-0 Kristalshöllin mölbrotnar gegn bláberjunum.
 
NEWCASTLE - ARSENAL
Tumi: 0-2
Helgi: 1-2 Hikstandi fallbyssur.
Garðar: 1-3 Wenger festist í svefnpokanum og kemst ekki út í seinni hálfleikinn.
 
EVERTON - SOUTHAMPTON
Tumi: 1-2
Helgi: 1-0 Mirallas skorar sigurmarkið eftir að hann hefði átt að fá rautt spjald.
Garðar: 2-1 Þessi lið eru bara svo rosalega mikið á sama rólinu.
 
CHELSEA - LIVERPOOL
Tumi: 1-1
Helgi: 1-2 Suarez með tvö.
Garðar: 2-1 Liverpool vann deildina áttatíu og eittthvað og fer ekki að vinna Chelsea neitt.
 
TOTTENHAM - STOKE
Tumi: 2-0
Helgi: 1-0 Soldado getur bara ekki hætt að skora.
Garðar: 2-1 Þarf ekki að ræða þetta neitt. Spurs ósigrað í deildinni eftir að Sherwood tók við.

Monday, December 23, 2013

54. ENN EIN STJÓRASKIPTIN

Tottenham Hotspur er liðið mitt, eins og auðvitað allir vita, og með þeim hef ég haldið síðan keppnistímabilið 1979-80. Þá um haustið áskotnaðist mér eitthvert nammi (pantað upp úr breskum póstlista) þar sem fylgdi með pakki af fótboltamyndum og á einni af þessum myndum var Steve nokkur Archibald, skoskur landsliðsmaður, sem þá var nýgenginn í raðir Tottenham en kappinn var reyndar í búningi Aberdeen á myndinni. Á þessum örlagaríka tímapunkti tók ég þá gæfu- og giftusamlegu ákvörðun að byrja að halda með Spurs. En það er aftur á móti önnur saga.
 
Gott samt ef þetta er hreinlega ekki bara myndin?
 
 
Þetta var sem sagt líklega haustið 1979 og síðan eru liðin rúmlega 34 ár! Líklega var ég í fyrstu ekkert sérstaklega dyggur stuðningsmaður, enda aðeins tíu ára gamall, en lagði það þó á mig að læra nöfnin á helstu hetjum liðsins og fylgdist á hverjum laugardegi með Bjarna Fel tíunda úrslit dagsins í lok Ensku knattspyrnunnar. Steve Archibald og Ricardo Villa voru í uppáhaldi og svo vissi ég auðvitað að "managerinn" hét Keith Burkinshaw. Stundum gekk liðinu vel og stundum ekki. Við bræðurnir fórum fljótlega að versla fótboltablöðin Match og Shoot og ef stórar myndir eða plaggöt af leikmönnum Tottenham eða Liverpool (bróðir minn hélt með þeim sko) voru í blöðunum, deildum við þeim samviskusamlega á milli okkar.

Keith Burkinshaw var fyrsti stjórinn sem ég man eftir og hann gerði frábæra hluti fyrir Spurs. Auk þess að vinna Bikarinn (1981 og 1982), Evrópukeppni bikarhafa (1984) og Góðgerðarskjöldinn (1981) þá tapaði liðið einnig úrslitaleik Mjólkurbikarsins (1982) og einum leik um Góðgerðarskjöldinn (1982). Burkinshaw náði að koma liðinu hæst í þriðja sæti deildarinnar og tvisvar í það fjórða en nær komst Tottenham ekki til að gera atlögu að enska deildartitlinum í hans tíð. Ekki má heldur gleyma þeirri frumkvöðlavinnu sem Spurs stóð fyrir í tíð Burkinshaw en liðið fékk tvo af leikmönnum Argentínska landsliðsins (sem urðu heimsmeistarar árið 1978) til Englands. Þetta voru fyrstu "alvöru" útlendingarnir til að spila í ensku deildinni.

Hér má sjá þá Keith Burkinshaw og Peter Shreeves með gamla góða Evrópubikarinn sem Spurs vann vorið 1984 en Shreeves tók við af Burkinshaw sumarið 1984.


Annars er best að rifja aðeins upp þá knattspyrnustjóra Tottenham sem hafa verið við stjórnvölinn frá því ég hóf að halda með liðinu árið 1979. Þetta er sorglega stór hópur.
 
Þessi mynd segir þó ekki nærri því allan sannleikann því að þónokkrir bráðabirgðastjórar hafa einnig komið við sögu félagsins á þessum tíma og eru ekki taldir upp með þessum hóp. Þeir Trevor Hartley og Doug Livermore sáu um liðið, til bráðabirgða í nokkrar vikur, eftir að David Pleat hætti haustið 1987. Steve Perryman stjórnaði liðinu fáeina leiki eftir að Ossie Ardiles var rekinn í október 1994 og áður en Gerry Francis tók við en svo þegar Francis hætti þremur árum seinna sá Chris Hughton um liðið í nokkra daga áður en svisslendingurinn Christian Gross tók við. Gross entist heilan meðgöngutíma áður en David Pleat tók við liðinu eitt augnablik á meðan verið var að ráða erkióvininn George Graham. Hann (Pleat) tók svo aftur við eftir að Graham var rekinn og áður en Glenn Hoddle var ráðinn! Enn tók Pleat við til bráðabirgða þegar Hoddle hætti en síðan var Frakkinn Santini ráðinn en hætti eftir nokkrar vikur. Næst var komið að Clive Allen að sinna liðinu til bráðabirgða eftir að Martin Jol var rekinn 2007 og nú er það Tim Sherwood sem stjórnar liðinu tímabundið. Fljótt á litið sýnist mér þetta vera 22 stjórar í heildina á 34 árum en reyndar aðeins að því gefnu að mér hafi tekist að telja rétt. Þetta er auðvitað ALLTOF mikið!


Alveg frá því að Burkinshaw hætti hefur maður haft þá trú að komið sé að því að ráða mann sem geti byggt upp alvöru lið og nú hlýtur maður að gera þá kröfu að Spurs fái stjóra sem fær að vinna vinnuna sína í friði. Santini (hann hætti reyndar óvænt sjálfur ef ég man rétt), Jol, Ramos og Villas-Boas voru allt menn sem ég hafði trú á en þolinmæði stjórnarmannsins Daniel Levy virðist vera afskaplega takmörkuð. Þarna eru líklega einungis peningasjónarmið sem gilda.

Það virðist þó litlu máli skipta hvaða nafn verður nefnt í tengslum við nýjan stjóra. Miðað við reynslu Tottenham aðdáenda og þolinmæði stjórnarmannsins þá má ganga að því vísu að sá nýji fái 1-3 tímabil áður en hann verður rekinn. Sjálfur hef ég ákveðnar skoðanir eða hugmyndir á því hvaða menn ætti að ræða við en miðað við fyrri reynslur er alveg eins gott að ráða Mikka mús í starfið.

ÁFRAM TOTTENHAM!


Friday, December 20, 2013

53. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Þá er komið að síðustu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar fyrir jól og venju samkvæmt ætla sérfræðingar síðunnar að velta aðeins fyrir sér 6 áhugaverðustu leikjunum og spá fyrir um líkleg úrslit þeirra. Um síðustu helgi varð Tumi efstur og náði sér í 8 stig, Garðar fékk 7 og Helgi 6. Tumi er því enn með gott forskot á toppnum og er nú kominn yfir hundrað stiga múrinn. Hann er því með 104 stig, Garðar hefur 86 og Helgi er með 84.
 
En hér eru sem sagt leikir helgarinnar:
 
LIVERPOOL - CARDIFF
Tumi: 3-0
Helgi: 6-0 - Annað hvort vinnur Liverpool 6-0 eða tapar 0-2 fyrir stjóralausu Cardiff-liði, ég hallast að því fyrrnefnda og Suarez skorar eitthvað á bilinu 2-5 mörk.
Garðar: 3-0 Held að þetta Cardiff lið sé engan veginn að fara að fá stig á útivelli í þessum fallbaráttuleik.
 
FULHAM - MAN CITY
Tumi: 0-3
Helgi: 0-4 Það skiptir engu þó Aguero sé meiddur, Dzeko 2, Milner 1, Negreto 1.
Garðar: 1-4 Þeir bláklæddu fara ekki að tapa fyrir Fúlverjum. Berbapabbi skorar úr víti fyrir heimamenn.
 
MAN UTD - WEST HAM
Tumi: 2-1
Helgi: 1-0 Ashole Young lætur sig detta í teignum og Hirohito Chiquita skorar úr vítinu.
Garðar: 2-1 Hef enga trú á þessu muu liði en verð að spá skynsamlega til að eiga séns á að ná Tuma.
 
SOUTHAMPTON - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Helgi: 2-1 Tottenham hefur engan kút til að rétta sig úr og tapar með glæsibrag, Dalai Lama skorar bæði mörkin fyrir The Simons Templars.
Garðar: 1-2 Andskotinn hafi það!
 
SWANSEA - EVERTON
Tumi: 1-3
Helgi: 1-3 Mirallas, Baines og LeFolie skora fyrir strumpana en Michuuuu... (guð hjálpi þér!) fyrir álftirnar.
Garðar: 1-2 Desmond Tutu og Nelson Mandela skora ekki mikið í þessum leik.
 
ARSENAL - CHELSEA
Tumi: 2-1
Helgi: 1-1 Borðleggjandi jafntefli, Charlie Nicholas skorar fyrir Arsenal og Kerry Dixon jafnar fyrir Chelsea.
Garðar: 1-1 Þetta er dauðadæmt og steindautt 1-1 leikur.

Sunday, December 15, 2013

52. ÍSLENDINGAR HJÁ GLASGOW CELTIC

Í gamla daga (ok. þegar ég var ungur) voru ekki margir íslenskir knattspyrnumenn sem fengu tækifæri til að leggja land undir fót og gera uppáhalds íþróttina sína að atvinnu sinni en þeir fáu sem gafst kostur á því voru miklar hetjur í augum okkar guttanna. Helstu stjörnur landsliðs þeirra ára spiluðu í Hollandi, Belgíu og Vestur Þýskalandi en þeir sem spiluðu á Norðurlöndunum þóttu ekki jafn merkilegir. Ásgeir Sigurvinsson var auðvitað stærsta hetjan og sá leikmaður sem reið á vaðið á þessum tíma en áður höfðu Albert Guðmundsson og Þórólfur Beck verið þeir helstu sem eitthvað komust í kynni við atvinnumennsku.
 
Íslendingar hafa verið duglegir að undanförnu að framleiða góða knattspyrnumenn, sem hafa varla undan við að skrifa undir samninga við erlend félög, en nú virðast heilu kynslóðirnar af efnilegum leikmönnum vera að ryðjast fram á sjónarsviðið. Knattspyrnuhallirnar sem risu í byrjun aldarinnar eru augljóslega farnar að skila gæðaafurðum og framleiðslan fer ekki lengur bara á bragðdaufan norrænan markað heldur eru margir ungir leikmenn að spila í mörgum af sterkustu deildum Evrópu.

Í það minnsta eru íslensku yngri landsliðin gríðarlega efnileg um þessar mundir og allir vita líka hve A landsliðið stóð sig vel í undankeppninni fyrir HM 2014. Framtíðin virðist því vera mjög björt í íslenskri knattspyrnu og vonandi er ekki langt að bíða þess að landsliðið komist á lokamót HM eða EM.


Einn af þeim ungu leikmönnum sem hafa verið að koma upp að undanförnu er Framarinn Hólmbert Friðjónsson en eins og allir vita gerði hann í haust samning við skoska félagið Glasgow Celtic. Það er gaman að sjá þegar ungur íslenskur leikmaður fær tækifæri til að koma sér á framfæri á einhverjum öðrum vettvangi en Norðurlöndunum og þó að skoski boltinn sé kannski ekki sá hæst skrifaðasti í Evrópu, þá er mjög skemmtileg stemmning og aldargömul hefð í kringum hann. Celtic er til dæmis fastur gestur í Meistaradeildinni og það verður eflaust gaman að sjá hvort Hólmbert fái tækifæri til að spila með aðalliði félagsins.


En Hólmbert er ekki fyrsti Íslendingurinn til að spila með skoska stórveldinu Glasgow Celtic. Jóhannes Eðvaldsson, Búbbi, lék um fimm ára skeið með félaginu og spilaði með þeim 127 leiki þar sem hann skoraði 24 mörk.


Búbbi hóf feril sinn með Val hér á landi í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og lék með þeim áður en hann hellti sér út í alvöru atvinnumennsku. Celtic hafði fylgst með honum um nokkurt skeið og boðið honum til æfinga auk þess sem hann spilaði nokkra leiki með liðinu áður en hann gerði 5 ára samning við félagið í ágúst 1975. Lið Celtic var á þessum árum eitt það sterkasta á Bretlandseyjum og vann til dæmis skosku deildina níu sinnum í röð frá árunum 1966 til 1974. Búbbi vann deildina tvisvar með Celtic og einnig tvisvar sinnum bikarinn en þess má geta að Kenny Dalglish var leikmaður liðsins þegar Búbbi gekk til liðs við það. Dalglish var síðan seinna seldur til Liverpool og spilaði með þeim í mörg ár.


Það var einmitt skemmtileg tilviljun að einn af fyrstu leikjum Búbba með Celtic var gegn fyrrum félögum sínum í Val í Evrópukeppni bikarhafa í september sama ár. Hann sló reyndar ekki í gegn, í leik liðanna á Laugardalsvellinum, þar sem hann brenndi af tveimur vítaspyrnum gegn gömlu félögunum en Celtic vann þó reyndar leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í tilefni Íslandsheimsóknarinnar var Búbbi fyrirliði Glasgow Celtic í leiknum.


Hér fyrir neðan má sjá þá Kenny Dalglish og Magnús Bergs berjast um boltann á Laugardalsvellinum en þessa sömu leikmenn má einnig sjá kljást, í landsleik Skotlands og Íslands tíu árum seinna, efst á Boltabulls hausnum hér fyrir ofan á síðunni.


Í seinni leiknum skoraði Búbbi hins vegar fyrsta markið í leiknum sem endaði með stórsigri skosku bikarmeistaranna 7-0.

Búbbi stóð sig vel í skoska boltanum og lék með félaginu í fimm ár, eins og áður sagði, en leitaði síðan á önnur mið og spilaði seinna í Bandaríkjunum og Vestur Þýskalandi. Hann lauk síðan atvinnumannaferli sínum í Skotlandi þar sem hann spilaði í tvö ár með úrvalsdeildarliðinu Motherwell.

Það er vonandi að Hólmbert Friðjónsson fái tækifæri til að feta í fótspor Búbba og spila mikið af leikjum með skoska félaginu.

Friday, December 13, 2013

51. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Sérfræðingar Boltabullsins voru ekkert að fórna of mörgum stigum í síðustu umferð og fengu allir fjögur stig fyrir afrakstur sinn. Enn er Tumalíus efstur og er nú með 96 stig, Garðar hefur 79 og Helgi er nú með 78 stig.

En svona lítur næsta umferð út:

MAN CITY - ARSENAL
Tumi: 1-2 Giroud með tvö fyrir Arsenal og Agüero skorar fyrir City.
Helgi: 3-1 Sittí heldur áfram að skora, lið sem vinnur BM hlýtur að vinna Ars.
Garðar: 2-1 Þeir ljósbláu eru með besta liðið í Úrvalsdeildinni eins og er.

EVERTON - FULHAM
Tumi: 2-0 Lukaku með bæði.
Helgi: 4-0 Synd að Moyes skuli ekki vera með evertúninga ennþá, en það er auðvitað fínt að hafa hann hjá júnæt.
Garðar: 2-1 Veit ekkert með þetta Efratúns lið en Berba skorar fyrir Fúlara.

NEWCASTLE - SOUTHAMPTON
Tumi: 1-1 Rickie Lambert skorar fyrir Newcastle og Loïc Rémy fyrir Southampton.
Helgi: 2-1 Dýrlingavitleysunni að linna, Kakóbæjó setur 'ann.
Garðar: 1-1 Hundleiðinlegt alveg.

CHELSEA - CRYSTAL PALACE
Tumi: 3-0 Oscar og Hazard með sitthvort en ég veit ekki með það seinasta.
Helgi: 5-0 Algjört lágmark.
Garðar: 4-0 Þetta tímabil er ein allsherjar kristrallsnótt fyrir útiliðið.

ASTON VILLA - MAN UTD
Tumi: 0-2 Rooney og Chicharito með mörkin.
Helgi:  1-2 Heppnisútisigur.
Garðar: 1-1 Moyes & félagar fara að rétta úr kútnum.

TOTTENHAM - LIVERPOOL
Tumi: 1-2 Sturrage og Suarez fyrir lifurpoll en Soldado fyrir Spurs.
Helgi: 1-4 Suarez klárar þetta.
Garðar: 2-1 Þetta er klárlega heimasigur.


Saturday, December 7, 2013

50. SNJÓR Á WHITE HART LANE

Nú líður að þeim árstíma sem skemmtilegast er að fylgjast með og mest er um að vera á leikvöngum ensku Úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Jólavertíðin er innan seilingar og hvað er þá betra en að njóta góðrar hvíldar yfir góðum fótboltaleik, heimatilbúinni hitaðri samloku úr Panini brauði, með Hamborgarhrygg, pepperoni, sætu frönsku sinnepi og bræddum osti og með Malt & Appelsíni í glasi á kantinum.
 
 
Einn er þó oft galli á gjöf Njarðar í kringum þessa eðalárstíð fótboltaáhugamannsins.  Desember og janúar eru auðvitað köldustu vetrarmánuðirnir á Bretlandseyjum og jafnvel hinir stærstu leikvangar ensku Úrvalsdeildarinnar fara ekki varhluta af veðravítum, ófærðum og snjóþyngslum. Áður fyrr voru frestanir á leikjum fastir liðir á þessum árstíma en í seinni tíð hafa snjór og kuldi ekki haft jafn mikil áhrif á leikvellina sjálfa. Nú gerist það helst að leikjum sé frestað vegna þess yfirvöld telja óráðlegt að stefna mannmergðinni út í ófærðina í umferðinni við að koma sér á völlinn.

Það er búið að vera kalt að undanförnu og ekki eru margar vikur síðan íslenskir knattspyrnuáhugamenn þurftu á allri sinni einbeitningu að halda við að fylgjast með veðurspám og líkur á snjóalögum í tengslum við umspilsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum. Það slapp fyrir horn með fyrirbyggjandi aðgerðum en snjórinn tók að falla tveimur mínútum eftir leikslok.
 
Fyrir Tottenham aðdáendur og reyndar auðvitað alla knattspyrnuáhugamenn er gaman að rifja upp gamla tíma með White Hart Lane fullum af snjó.
 
Veturinn 1948 þurftu vallarstarfsmenn á WHL heldur betur að draga fram skóflurnar sínar til að moka snjó af vellinum. Ekki fylgir reyndar sögunni hvaða leikur stóð fyrir dyrum en af myndinni að dæma hefur verkefnið verið brýnt.
 
 
Í janúar árið 1963 átti Spurs heimaleik gegn Burnley í 3. umferð enska bikarsins og vallarstjórinn og menn hans unnu þrekvirki við að hreinsa snjóinn af vellinum. Þessi vetur var einmitt kunnur fyrir snjóþyngsli sín á Bretlandseyjum þótt ekki sé víst að íslenskir veðurbræður þeirra gæfu mikið fyrir þær fullyrðingar.
 
 
Þetta hefur þó líklega verið ansi hreint mikil vinna...
 
 
Tottenham og Everton áttu að mætast á WHL í lok nóvember 1969 en leiknum var frestað vegna snjókomu.
 
 
Augljóslega var ekkert vit í að spila við þessar aðstæður og leikurinn var því settur á þann 17. desember. Í það skiptið voru liðin ekki búin að spila nema í um 20 mínútur þegar flóðljósin á White Hart Lane biluðu og ekki gafst tækifæri til að klára leikinn fyrr en í mars árið 1970.
 
 
Man Utd kom í heimsókn á White Hart Lane 1979 og fyrir þann leik þurfti enn að moka af vellinum.
 
 
Og sama var upp á teningnum í janúar árið 2013 þegar Man U kom enn í heimsókn.
 
 
Það er alla vega ljóst að White Hart Lane ber nafn með rentu...
 

Thursday, December 5, 2013

49. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Enn eina helgina rúllar enski boltinn á ný og sérfræðingar Boltabulls hafa setið sveittir undanfarna sólarhringa við að reikna út líklegustu úrslit leikjanna. Síðast fékk Garðar flest stig eða 10, Tumi var með 8 og Helgi fékk 6 stig. Tumi er því enn efstur og er alls kominn með 92 stig, Garðar er kominn upp fyrir Helga og hefur nú 75 en sá rekur nú lestina og er með 74 stig.
 
En hér koma spár helgarinnar:
 
MAN UTD - NEWCASTLE
Tumi: 1-2  Loïc Rémy með bæði.
Helgi: 2-0 Annars er ekkert hægt að treysta á þetta júnæted lið.
Garðar: 2-1 Moyes hlýtur luma á einhverju sniðugu í þynnkunni eftir Efratúns ævintýrið og tekur þann krullótta úr liðinu.
 
SOUTHAMPTON - MAN CITY
Tumi: 0-4 Aguero með 2, Negredo með 1 en ekki viss með það seinasta.
Helgi: 0-3 Ævintýrið úti á The Dell, Aguero (2) og Jæja Túre skora.
Garðar: 1-2 South hrapar niður töfluna og á ekki séns í bláa lónið.
 
STOKE - CHELSEA
Tumi: 0-3 Oscar með tvö og Lampard eitt.
Helgi: 0-2 Þægilegur blár sigur, Hazard og Mata með mörkin.
Garðar: 0-2 Auðveldur strumpasigur á útivelli.
 
LIVERPOOL - WEST HAM
Tumi: 3-0 Suarez með þrjú.
Helgi: 5-0 Og veislan heldur áfram, samt skorar Suarez bara þrjú.
Garðar: 2-1 Óvæntur heimasigur en hef enga trú á að hinn markagráðugi Shuwares skori í leiknum.
 
SUNDERLAND - TOTTENHAM
Tumi: 0-2 Við mamma erum sammála um það.
Helgi: 1-2 Botnslagur, Íslendingurinn frystur.
Garðar: 0-2 Mér er eiginlega sama hvernig þessi leikur fer, svo framarlega sem Spurs vinnur.
 
ARSENAL - EVERTON
Tumi: 3-0 Giroud með tvö og Özil eitt.
Helgi: 2-0 Özil skorar annan leikinn í röð og Giroud nær einu.
Garðar: 3-1 Everton er enn að fagna sigri á muu og gleymir alveg að vinna.