Nú líður að þeim árstíma sem skemmtilegast er að fylgjast með og mest er um að vera á leikvöngum ensku Úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Jólavertíðin er innan seilingar og hvað er þá betra en að njóta góðrar hvíldar yfir góðum fótboltaleik, heimatilbúinni hitaðri samloku úr Panini brauði, með Hamborgarhrygg, pepperoni, sætu frönsku sinnepi og bræddum osti og með Malt & Appelsíni í glasi á kantinum.
Einn er þó oft galli á gjöf Njarðar í kringum þessa eðalárstíð fótboltaáhugamannsins. Desember og janúar eru auðvitað köldustu vetrarmánuðirnir á Bretlandseyjum og jafnvel hinir stærstu leikvangar ensku Úrvalsdeildarinnar fara ekki varhluta af veðravítum, ófærðum og snjóþyngslum. Áður fyrr voru frestanir á leikjum fastir liðir á þessum árstíma en í seinni tíð hafa snjór og kuldi ekki haft jafn mikil áhrif á leikvellina sjálfa. Nú gerist það helst að leikjum sé frestað vegna þess yfirvöld telja óráðlegt að stefna mannmergðinni út í ófærðina í umferðinni við að koma sér á völlinn.
Það er búið að vera kalt að undanförnu og ekki eru margar vikur síðan íslenskir knattspyrnuáhugamenn þurftu á allri sinni einbeitningu að halda við að fylgjast með veðurspám og líkur á snjóalögum í tengslum við umspilsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum. Það slapp fyrir horn með fyrirbyggjandi aðgerðum en snjórinn tók að falla tveimur mínútum eftir leikslok.
Það er búið að vera kalt að undanförnu og ekki eru margar vikur síðan íslenskir knattspyrnuáhugamenn þurftu á allri sinni einbeitningu að halda við að fylgjast með veðurspám og líkur á snjóalögum í tengslum við umspilsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum. Það slapp fyrir horn með fyrirbyggjandi aðgerðum en snjórinn tók að falla tveimur mínútum eftir leikslok.
Fyrir Tottenham aðdáendur og reyndar auðvitað alla knattspyrnuáhugamenn er gaman að rifja upp gamla tíma með White Hart Lane fullum af snjó.
Veturinn 1948 þurftu vallarstarfsmenn á WHL heldur betur að draga fram skóflurnar sínar til að moka snjó af vellinum. Ekki fylgir reyndar sögunni hvaða leikur stóð fyrir dyrum en af myndinni að dæma hefur verkefnið verið brýnt.
Í janúar árið 1963 átti Spurs heimaleik gegn Burnley í 3. umferð enska bikarsins og vallarstjórinn og menn hans unnu þrekvirki við að hreinsa snjóinn af vellinum. Þessi vetur var einmitt kunnur fyrir snjóþyngsli sín á Bretlandseyjum þótt ekki sé víst að íslenskir veðurbræður þeirra gæfu mikið fyrir þær fullyrðingar.
Þetta hefur þó líklega verið ansi hreint mikil vinna...
Tottenham og Everton áttu að mætast á WHL í lok nóvember 1969 en leiknum var frestað vegna snjókomu.
Augljóslega var ekkert vit í að spila við þessar aðstæður og leikurinn var því settur á þann 17. desember. Í það skiptið voru liðin ekki búin að spila nema í um 20 mínútur þegar flóðljósin á White Hart Lane biluðu og ekki gafst tækifæri til að klára leikinn fyrr en í mars árið 1970.
Man Utd kom í heimsókn á White Hart Lane 1979 og fyrir þann leik þurfti enn að moka af vellinum.
Og sama var upp á teningnum í janúar árið 2013 þegar Man U kom enn í heimsókn.
Það er alla vega ljóst að White Hart Lane ber nafn með rentu...
No comments:
Post a Comment