Sérfræðingar Boltabullsins voru ekkert að fórna of mörgum stigum í síðustu umferð og fengu allir fjögur stig fyrir afrakstur sinn. Enn er Tumalíus efstur og er nú með 96 stig, Garðar hefur 79 og Helgi er nú með 78 stig.
En svona lítur næsta umferð út:
MAN CITY - ARSENAL
Tumi: 1-2 Giroud með tvö fyrir Arsenal og Agüero skorar fyrir City.
Helgi: 3-1 Sittí heldur áfram að skora, lið sem vinnur BM hlýtur að vinna Ars.
Garðar: 2-1 Þeir ljósbláu eru með besta liðið í Úrvalsdeildinni eins og er.
EVERTON - FULHAM
Tumi: 2-0 Lukaku með bæði.
Helgi: 4-0 Synd að Moyes skuli ekki vera með evertúninga ennþá, en það er auðvitað fínt að hafa hann hjá júnæt.
Garðar: 2-1 Veit ekkert með þetta Efratúns lið en Berba skorar fyrir Fúlara.
NEWCASTLE - SOUTHAMPTON
Tumi: 1-1 Rickie Lambert skorar fyrir Newcastle og Loïc Rémy fyrir Southampton.
Helgi: 2-1 Dýrlingavitleysunni að linna, Kakóbæjó setur 'ann.
Garðar: 1-1 Hundleiðinlegt alveg.
CHELSEA - CRYSTAL PALACE
Tumi: 3-0 Oscar og Hazard með sitthvort en ég veit ekki með það seinasta.
Helgi: 5-0 Algjört lágmark.
Garðar: 4-0 Þetta tímabil er ein allsherjar kristrallsnótt fyrir útiliðið.
ASTON VILLA - MAN UTD
Tumi: 0-2 Rooney og Chicharito með mörkin.
Helgi: 1-2 Heppnisútisigur.
Garðar: 1-1 Moyes & félagar fara að rétta úr kútnum.
TOTTENHAM - LIVERPOOL
Tumi: 1-2 Sturrage og Suarez fyrir lifurpoll en Soldado fyrir Spurs.
Helgi: 1-4 Suarez klárar þetta.
Garðar: 2-1 Þetta er klárlega heimasigur.
No comments:
Post a Comment