Enn eina helgina rúllar enski boltinn á ný og sérfræðingar Boltabulls hafa setið sveittir undanfarna sólarhringa við að reikna út líklegustu úrslit leikjanna. Síðast fékk Garðar flest stig eða 10, Tumi var með 8 og Helgi fékk 6 stig. Tumi er því enn efstur og er alls kominn með 92 stig, Garðar er kominn upp fyrir Helga og hefur nú 75 en sá rekur nú lestina og er með 74 stig.
En hér koma spár helgarinnar:
MAN UTD - NEWCASTLE
Tumi: 1-2 Loïc Rémy með bæði.
Helgi: 2-0 Annars er ekkert hægt að treysta á þetta júnæted lið.
Garðar: 2-1 Moyes hlýtur luma á einhverju sniðugu í þynnkunni eftir Efratúns ævintýrið og tekur þann krullótta úr liðinu.
SOUTHAMPTON - MAN CITY
Tumi: 0-4 Aguero með 2, Negredo með 1 en ekki viss með það seinasta.
Helgi: 0-3 Ævintýrið úti á The Dell, Aguero (2) og Jæja Túre skora.
Garðar: 1-2 South hrapar niður töfluna og á ekki séns í bláa lónið.
STOKE - CHELSEA
Tumi: 0-3 Oscar með tvö og Lampard eitt.
Helgi: 0-2 Þægilegur blár sigur, Hazard og Mata með mörkin.
Garðar: 0-2 Auðveldur strumpasigur á útivelli.
LIVERPOOL - WEST HAM
Tumi: 3-0 Suarez með þrjú.
Helgi: 5-0 Og veislan heldur áfram, samt skorar Suarez bara þrjú.
Garðar: 2-1 Óvæntur heimasigur en hef enga trú á að hinn markagráðugi Shuwares skori í leiknum.
SUNDERLAND - TOTTENHAM
Tumi: 0-2 Við mamma erum sammála um það.
Helgi: 1-2 Botnslagur, Íslendingurinn frystur.
Garðar: 0-2 Mér er eiginlega sama hvernig þessi leikur fer, svo framarlega sem Spurs vinnur.
ARSENAL - EVERTON
Tumi: 3-0 Giroud með tvö og Özil eitt.
Helgi: 2-0 Özil skorar annan leikinn í röð og Giroud nær einu.
Garðar: 3-1 Everton er enn að fagna sigri á muu og gleymir alveg að vinna.
No comments:
Post a Comment