Friday, December 20, 2013

53. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Þá er komið að síðustu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar fyrir jól og venju samkvæmt ætla sérfræðingar síðunnar að velta aðeins fyrir sér 6 áhugaverðustu leikjunum og spá fyrir um líkleg úrslit þeirra. Um síðustu helgi varð Tumi efstur og náði sér í 8 stig, Garðar fékk 7 og Helgi 6. Tumi er því enn með gott forskot á toppnum og er nú kominn yfir hundrað stiga múrinn. Hann er því með 104 stig, Garðar hefur 86 og Helgi er með 84.
 
En hér eru sem sagt leikir helgarinnar:
 
LIVERPOOL - CARDIFF
Tumi: 3-0
Helgi: 6-0 - Annað hvort vinnur Liverpool 6-0 eða tapar 0-2 fyrir stjóralausu Cardiff-liði, ég hallast að því fyrrnefnda og Suarez skorar eitthvað á bilinu 2-5 mörk.
Garðar: 3-0 Held að þetta Cardiff lið sé engan veginn að fara að fá stig á útivelli í þessum fallbaráttuleik.
 
FULHAM - MAN CITY
Tumi: 0-3
Helgi: 0-4 Það skiptir engu þó Aguero sé meiddur, Dzeko 2, Milner 1, Negreto 1.
Garðar: 1-4 Þeir bláklæddu fara ekki að tapa fyrir Fúlverjum. Berbapabbi skorar úr víti fyrir heimamenn.
 
MAN UTD - WEST HAM
Tumi: 2-1
Helgi: 1-0 Ashole Young lætur sig detta í teignum og Hirohito Chiquita skorar úr vítinu.
Garðar: 2-1 Hef enga trú á þessu muu liði en verð að spá skynsamlega til að eiga séns á að ná Tuma.
 
SOUTHAMPTON - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Helgi: 2-1 Tottenham hefur engan kút til að rétta sig úr og tapar með glæsibrag, Dalai Lama skorar bæði mörkin fyrir The Simons Templars.
Garðar: 1-2 Andskotinn hafi það!
 
SWANSEA - EVERTON
Tumi: 1-3
Helgi: 1-3 Mirallas, Baines og LeFolie skora fyrir strumpana en Michuuuu... (guð hjálpi þér!) fyrir álftirnar.
Garðar: 1-2 Desmond Tutu og Nelson Mandela skora ekki mikið í þessum leik.
 
ARSENAL - CHELSEA
Tumi: 2-1
Helgi: 1-1 Borðleggjandi jafntefli, Charlie Nicholas skorar fyrir Arsenal og Kerry Dixon jafnar fyrir Chelsea.
Garðar: 1-1 Þetta er dauðadæmt og steindautt 1-1 leikur.

No comments:

Post a Comment