Nú fer spennan, fyrir áframhaldandi góðri frammistöðu íslenska landsliðsins, að ná hámarki en tveir mikilvægir leikir liðsins í E-riðli HM í knattspyrnu eru framundan á næstu dögum. Á föstudagskvöldið leikum við gegn Svisslendingum í Bern og á þriðjudaginn í næstu viku koma Albanir og spila við okkur á Laugardalsvellinum. Því fer spennan núna verulega að magnast og línur að skýrast um hvort litla Ísland eigi virkilega möguleika á umspilssæti fyrir HM í fótbolta. Þessir tveir leikir geta ráðið miklu um það og góð frammistaða hjálpar mikið til í baráttunni en um leið geta slæm úrslit úr leikjunum tveimur gert þann draum að engu.
Það er vel við hæfi að fjalla aðeins um leiki Ísland og Sviss í gegnum tíðina, enda Tumi svissneskur í aðra höndina, en hann er merkilega fróður um svissneska knattspyrnu þótt hann sé aðeins 11 ára að aldri. Við mættum auðvitað báðir á fyrri leikinn sl. haust á Laugardalsvellinum ásamt Elísi Antoni, sérlegum knattspyrnulegum ráðunauti Boltabulls um svissneska knattspyrnu, og Silke Waelti eiginkonu Garðars og móður Tuma en hún er auðvitað svissnesk frá rótum og tók myndina af hinum sérfræðingunum hér fyrir neðan.
Sá leikur endaði, eins og almennt er kunnugt, með 0-2 ósigri Íslendinga en þau úrslit gerðu það að verkum að nánast útiloka möguleika á sigri Íslands í riðlinum og koma í veg fyrir liðið kæmist beint á HM.
Ísland hefur fimm sinnum mætt Svisslendingum á knattspyrnuvellinum og aldrei haft sigur. Síðast mættust liðin í október á síðasta ári, eins og áður hefur verið getið, en í undankeppni EM 96 lentu liðin einnig saman í riðli. Fyrri leikur liðanna fór þá fram þann 16. nóvember árið 1994 í Lausanne í Sviss og þar sigruðu heimamenn með einu marki gegn engu að viðstöddum um 16.000 áhorfendum. Seinni leikurinn fór svo fram á Laugardalsvellinum um miðjan ágúst árið 1995 og aftur unnu Svisslendingar en nú með tveimur mörkum gegn engu. Rúmlega 9000 áhorfendur sáu sér þá fært um að mæta í Laugardalinn, enda hafði íslenska liðið náð ágætum úrslitum í næstu leikjum sínum á undan í riðlinum gegn Ungverjum og Svíum. Ísland endaði þó í neðsta sæti riðilsins með fimm stig en léleg nýting á færum gerði það að verkum að liðið skoraði aðeins þrjú mörk í átta leikjum í keppninni. Landsliðsþjálfari Íslands á þessum árum var Ásgeir heitinn Elíasson.
Fyrstu leikir þjóðanna fóru hins vegar fram í undankeppninni fyrir EM 80 en Holland, Pólland og Austur Þýskaland voru einnig með liðunum tveimur í riðli. Fyrri leikurinn fór þá fram í Bern þann 22. maí árið 1979 en margir voru ósáttir við þá vanvirðingu sem liðunum var sýnd í kringum leikinn. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hélt þá upp á 75 ára afmæli sitt en höfuðstöðvar sambandsins eru staðsettar í Sviss. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að liðin sem leikið höfðu til úrslita á HM tveimur árum áður, Holland og Argentína, skildu leika sýningaleik á Wankdorf vellinum í Bern og átti EM leikur Sviss og Íslands að vera forleikur að þeim leik. Rúmlega 50.000 áhorfendur sáu afmælisleikinn en um 20.000 voru sagðir hafa verið á "forleiknum" þar sem áhorfendur voru meira og minna að týnast inn á leikvanginn allan leikinn. Þeir höfðu auðvitað mestan áhuga á sýningaleiknum. Með liði Argentínu spilaði 19 ára efnilegur strákur, sem margir líktu við sjálfan Pelé, en sá gutti hét Diego Maradona! Hér er hann einmitt í leiknum.
Fyrirfram gætti nokkurrar bjartsýni hjá aðstandendum íslenska liðsins en aldrei áður hafði Ísland getað teflt fram jafn sterku liði á pappírnum og í þessum leik. Reyndar var svissneska liðið ekki hátt skrifað á þessum árum og hafði til að mynda ekki unnið leik síðan þeir unnu Bandaríkjamenn í september 1978. Í dag er Sviss í 15. sæti á heimslistanum góða. Annars var Íslands þannig skipað í leiknum: Þorsteinn Ólafsson, Jón Pétursson, Jóhannes Eðvaldsson, Marteinn Geirsson, Árni Sveinsson, Janus Guðlaugsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Atli Eðvaldsson, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Karl Þórðarson og Ottó Guðmundsson komu síðan inn á sem varamenn.
Fyrirfram gætti nokkurrar bjartsýni hjá aðstandendum íslenska liðsins en aldrei áður hafði Ísland getað teflt fram jafn sterku liði á pappírnum og í þessum leik. Reyndar var svissneska liðið ekki hátt skrifað á þessum árum og hafði til að mynda ekki unnið leik síðan þeir unnu Bandaríkjamenn í september 1978. Í dag er Sviss í 15. sæti á heimslistanum góða. Annars var Íslands þannig skipað í leiknum: Þorsteinn Ólafsson, Jón Pétursson, Jóhannes Eðvaldsson, Marteinn Geirsson, Árni Sveinsson, Janus Guðlaugsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Atli Eðvaldsson, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Karl Þórðarson og Ottó Guðmundsson komu síðan inn á sem varamenn.
Hér má sjá nokkra kappa íslenska landsliðsins í Bern daginn fyrir leikinn; Marteinn, Pétur, Ásgeir, Arnór, Árni og Ottó.
Landsliðið stóð sig nokkuð vel á köflum í leiknum og fékk mikið hrós fyrir góða frammistöðu sína stóran hluta leiksins en liðið var sterkara en hið svissneska í fyrri hálfleiknum og spilaði oft ágæta knattspyrnu. Úthaldið brást síðan þegar leið á leikinn enda voru nokkrir leikmanna liðsins að spila í fyrsta sinn á grasi þetta vorið. Eftir leikinn fullyrti Valsarinn Guðmundur Þorbjörnsson að Ísland hefði rassskellt Sviss ef leikurinn hefði verið nokkrum vikum seinna. Sviss sigraði að vísu með tveimur mörkum gegn engu en bæði mörkin þóttu slysaleg þar sem boltinn breytti um stefnu af Jóhannesi Eðvaldssyni - Búbba. Hér má einmitt sjá fyrra markið...
Og frá öðru sjónarhorni...
Vörn Íslands var reyndar í óöruggara lagi og heimamenn óðu í færum en í tvígang áttu þeir til að mynda skot sem reyndu á tréverkið í marki Íslendinga. Ásgeir Sigurvinsson skaut einnig í stöngina hjá heimamönnum undir lok leiksins. Þá áttu Svisslendingar líka skot á markið sem Þorsteinn markvörður varði innan línu en línuvörðurinn var ekki nógu vel staðsettur til að geta dæmt um mark. Í það minnsta var markvarslan rosaleg.
Einhverjir leikmanna Íslands viðurkenndu eftir leikinn að boltinn hefði verið inni og þar sluppu okkar menn fyrir horn. Hér sést atvikið frá annari hlið.
Þorsteinn og Ásgeir Sigurvinsson báru af leikmönnum Íslands í leiknum og þrátt fyrir tap þá gengu leikmenn liðsins sáttir af velli í leikslok. Þetta var fyrsti landsleikur Arnórs Guðjohnsen og varamaðurinn Ottó Guðmundsson var líka að spila sinn fyrsta leik.
Aðeins tæpum þremur vikum seinna áttust liðin síðan aftur við og í þetta skiptið á Laugardalsvellinum að viðstöddum hátt í 200 Svisslendingum sem fylgdust með. Það vantaði ekki bjartsýnina í forráðamenn knattspyrnusambandsins. Þeir voru duglegir í fjölmiðlum með nokkuð digurbarkalegar yfirlýsingar um fyrirfram auðveldan sigur og skýrt kom fram að leikin skyldi sóknarknattspyrna að þessu sinni. Bjartsýni landsmanna var að mörgu leyti réttmæt. Svissneska liðið var alls ekki sterkt á þessum árum og ef íslenska landsliðið næði að sýna sínar bestu hliðar þá væru möguleikarnir allmiklir. Annars var íslenska liðið þannig skipað: Þorsteinn Ólafsson, Janus Guðlaugsson, Marteinn Geirsson, Jóhannes Eðvaldsson, Trausti Haraldsson, Guðmundur Þorbjörnsson (Árni Sveinsson), Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson, Arnór Guðjohnsen, Teitur Þórðarson (Karl Þórðarson) og Pétur Pétursson.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður af hálfu íslenska liðsins. Þeir réðu að mestu gangi leiksins og Svisslendingarnir áttu ekki eitt einasta skot á markið í hálfleiknum. Snemma í leiknum skrúfaði Arnór Guðjohnsen boltanum í þverslána, úr hornspyrnu, með aðstoð svissneska markvarðarins og á einhvern einstaklega óheppilega hátt tókst varnarmönnum andstæðinganna ekki að reka tuðruna í netið, þar sem þeir þvældust um hann þvers og kruss á marklínunni. Fáum mínútum seinna skoraði Pétur Pétursson mark en dómari leiksins ákvað að Teitur Þórðarson hefði verið helst til of aðgangsharður við markvörðinn. Auðvitað voru allir Íslendingar á Laugardalsvellinum ósammála þeim dómi.
Myndaröðin hér fyrir neðan sýnir þetta enn betur. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Íslenska liðið átti nokkur ágæt skot að marki andstæðinganna í viðbót en staðan var samt enn 0-0 þegar liðin fengu sér kaffidreitil í hlénu. Heldur hresstust Svisslendingarnir í seinni hálfleiknum og að sama skapi dofnaði mikið yfir leik Íslendinga. Á 50. mínútu dró þó til tíðinda þegar Janus Guðlaugsson skoraði fínt mark eftir gott samspil við Arnór. Hér skýtur hann á markið...
Og samherjar hans fagna...
Þarna voru margir hinna 11.000 áhorfenda á Laugardalsvellinum farnir að gæla við sigur á Svisslendingum en íslensku leikmönnunum fataðist hins vegar eitthvað flugið við þá ábyrgð að vera allt í einu komnir yfir. Alla vega gleymdu þeir alveg að spila leikinn á fullu skriði eftir að þeir komust yfir. Sviss gekk á lagið og skoruðu tvö falleg mörk á fjögurra mínútna kafla þegar um hálftími var enn eftir. Seinna mark Svisslendinganna var sérlega glæsilegt en Heinz Hermann sendi þá boltann í netið með viðkomu í bæði stöng og slá. Aftur hresstust leikmenn Íslands og þeir fóru að sækja á ný en þrátt fyrir þokkaleg færi tókst liðinu ekki að jafna. Pétur skoraði aftur mark sem dæmt var af og einhverjir vildu fá vítaspyrnu undir lokin en leiknum lauk með sigri Svisslendinga 1-2. Þetta var fyrsti útisigur Sviss í 6 ár.
Ísland og Sviss hafa því mættst fimm sinnum á knattspyrnuvellinum og þeir síðarnefndu hafa alltaf haft sigur. Íslenska liðið hefur aðeins náð að skora eitt mark gegn þeim og vonandi er núna komið að því að bæta úr þeim markaskorti. Það væri vel til fundið, hjá íslenska liðinu, að láta slíkt tækifæri nýtast til að vinna þennan leik. ÁFRAM ÍSLAND!
Og frá öðru sjónarhorni...
Vörn Íslands var reyndar í óöruggara lagi og heimamenn óðu í færum en í tvígang áttu þeir til að mynda skot sem reyndu á tréverkið í marki Íslendinga. Ásgeir Sigurvinsson skaut einnig í stöngina hjá heimamönnum undir lok leiksins. Þá áttu Svisslendingar líka skot á markið sem Þorsteinn markvörður varði innan línu en línuvörðurinn var ekki nógu vel staðsettur til að geta dæmt um mark. Í það minnsta var markvarslan rosaleg.
Einhverjir leikmanna Íslands viðurkenndu eftir leikinn að boltinn hefði verið inni og þar sluppu okkar menn fyrir horn. Hér sést atvikið frá annari hlið.
Þorsteinn og Ásgeir Sigurvinsson báru af leikmönnum Íslands í leiknum og þrátt fyrir tap þá gengu leikmenn liðsins sáttir af velli í leikslok. Þetta var fyrsti landsleikur Arnórs Guðjohnsen og varamaðurinn Ottó Guðmundsson var líka að spila sinn fyrsta leik.
Aðeins tæpum þremur vikum seinna áttust liðin síðan aftur við og í þetta skiptið á Laugardalsvellinum að viðstöddum hátt í 200 Svisslendingum sem fylgdust með. Það vantaði ekki bjartsýnina í forráðamenn knattspyrnusambandsins. Þeir voru duglegir í fjölmiðlum með nokkuð digurbarkalegar yfirlýsingar um fyrirfram auðveldan sigur og skýrt kom fram að leikin skyldi sóknarknattspyrna að þessu sinni. Bjartsýni landsmanna var að mörgu leyti réttmæt. Svissneska liðið var alls ekki sterkt á þessum árum og ef íslenska landsliðið næði að sýna sínar bestu hliðar þá væru möguleikarnir allmiklir. Annars var íslenska liðið þannig skipað: Þorsteinn Ólafsson, Janus Guðlaugsson, Marteinn Geirsson, Jóhannes Eðvaldsson, Trausti Haraldsson, Guðmundur Þorbjörnsson (Árni Sveinsson), Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson, Arnór Guðjohnsen, Teitur Þórðarson (Karl Þórðarson) og Pétur Pétursson.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður af hálfu íslenska liðsins. Þeir réðu að mestu gangi leiksins og Svisslendingarnir áttu ekki eitt einasta skot á markið í hálfleiknum. Snemma í leiknum skrúfaði Arnór Guðjohnsen boltanum í þverslána, úr hornspyrnu, með aðstoð svissneska markvarðarins og á einhvern einstaklega óheppilega hátt tókst varnarmönnum andstæðinganna ekki að reka tuðruna í netið, þar sem þeir þvældust um hann þvers og kruss á marklínunni. Fáum mínútum seinna skoraði Pétur Pétursson mark en dómari leiksins ákvað að Teitur Þórðarson hefði verið helst til of aðgangsharður við markvörðinn. Auðvitað voru allir Íslendingar á Laugardalsvellinum ósammála þeim dómi.
Myndaröðin hér fyrir neðan sýnir þetta enn betur. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Íslenska liðið átti nokkur ágæt skot að marki andstæðinganna í viðbót en staðan var samt enn 0-0 þegar liðin fengu sér kaffidreitil í hlénu. Heldur hresstust Svisslendingarnir í seinni hálfleiknum og að sama skapi dofnaði mikið yfir leik Íslendinga. Á 50. mínútu dró þó til tíðinda þegar Janus Guðlaugsson skoraði fínt mark eftir gott samspil við Arnór. Hér skýtur hann á markið...
Og samherjar hans fagna...
Þarna voru margir hinna 11.000 áhorfenda á Laugardalsvellinum farnir að gæla við sigur á Svisslendingum en íslensku leikmönnunum fataðist hins vegar eitthvað flugið við þá ábyrgð að vera allt í einu komnir yfir. Alla vega gleymdu þeir alveg að spila leikinn á fullu skriði eftir að þeir komust yfir. Sviss gekk á lagið og skoruðu tvö falleg mörk á fjögurra mínútna kafla þegar um hálftími var enn eftir. Seinna mark Svisslendinganna var sérlega glæsilegt en Heinz Hermann sendi þá boltann í netið með viðkomu í bæði stöng og slá. Aftur hresstust leikmenn Íslands og þeir fóru að sækja á ný en þrátt fyrir þokkaleg færi tókst liðinu ekki að jafna. Pétur skoraði aftur mark sem dæmt var af og einhverjir vildu fá vítaspyrnu undir lokin en leiknum lauk með sigri Svisslendinga 1-2. Þetta var fyrsti útisigur Sviss í 6 ár.
Ísland og Sviss hafa því mættst fimm sinnum á knattspyrnuvellinum og þeir síðarnefndu hafa alltaf haft sigur. Íslenska liðið hefur aðeins náð að skora eitt mark gegn þeim og vonandi er núna komið að því að bæta úr þeim markaskorti. Það væri vel til fundið, hjá íslenska liðinu, að láta slíkt tækifæri nýtast til að vinna þennan leik. ÁFRAM ÍSLAND!
No comments:
Post a Comment