Friday, September 20, 2013

27. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN


Föstudagur í dag og þá er auðvitað komið að vitringunum þremur. Eftir síðustu umferð er Tumi enn efstur með 27 stig, Helgi er kominn  upp í annað sætið með 19 stig en Garðar er í því þriðja með 18.

Og þá er komið að næstu leikjum sérfræðinganna úr 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikirnir sex að þessu sinni eru eftirfarandi;

LIVERPOOL - SOUTHAMPTON
Tumi: 2-0
Garðar: 1-1 Það er bara ekki forsvaranlegt að Liverpul geti verið svona ofarlega.
Helgi: 2-1 Sturridge og Enrique með mörkin en Lambert skorar fyrsta mark leiksins fyrir þá dýrlingsku.

WEST HAM - EVERTON
Tumi: 1-1
Garðar: 1-2 West Ham og Everton eru í hatrammri baráttu, um 9.-10. sætin í deildinni, sem sér ekki fyrir endann á. Efratúnungar hafa þó betur að þessu sinni.
Helgi: 0-1 Carroll og Colelausir Hammarar tapa heima fyrir Jelavic, Gareth Barry fær rautt.

CHELSEA - FULHAM
Tumi: 3-0
Garðar: 3-1 Chelsea hlýtur að fara að vakna til lífsins en Berbi skorar pottþétt fyrir þá fúlklæddu.
Helgi: 4-0 Lundúnaslagur þar sem Chel$ea er mikið í mun að bæta fyrir tapið í meistaradeildinni. Eto' skorar ekki.

ARSENAL - STOKE
Tumi: 3-0
Garðar: 2-1 Alltaf leiðinlegt þegar Arsenik vinnur en Stoke er bara ekki gott fótboltalið.
Helgi: 2-1 Þrjú rauð spjöld og fjögur sjálfsmörk í þriggja marka leik.

CARDIFF - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Garðar: 0-2 Sigur hjá mínum mönnum og líklega skorar hann Soldado.
Helgi: 1-1 Erfiður útileikur eftir Evrópuleik hjá Spurs, skrautfjaðrirnar farnar að tínast í meiðsli.

MAN CITY - MAN UTD
Tumi: 1-1
Garðar: 1-1 Hundleiðinlegt jafntefli alveg.
Helgi: 3-2 Manchester liðið vinnur og borgin verður blá á næstunni.

No comments:

Post a Comment