Sunday, September 8, 2013

24. IAN RUSH OG MAMMA HANS

Stundum er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að grafa upp gamlar og rykugar myndir af löngu gleymdum fótboltamönnum. Hér er til dæmis Walesverji einn sem gerðist atvinnumaður með Juventus á Ítalíu á 9. áratug síðustu aldar. Hann heitir Ian Rush (líka oft nefndur Lan Pus) og þótti ansi hreint markheppinn á köflum en ekki náði hann þó að festa rækilega sína fótboltarætur (hvað þá fætur) á Ítalíu. Til þess voru Ítalskir fótboltamenn líklega of varnarsinnaðir en algengustu markatölurnar í Seríu A á þessum árum voru 0-0.

 
Á myndinni hér fyrir ofan sést Rush ásamt móður sinni en hún náði líklega betri árangri við búningaþvott á Ítalíu en sonurinn á knattspyrnuvellinum. Þó þau móðginin séu þarna að hjálpast við að hengja Juve treyjuna upp á snúru þá var augljóslega ekki búið að þvo búninginn þegar myndin var tekin. Alla vega virðast svörtu rendurnar enn vera fastar í treyjunni!

No comments:

Post a Comment