Loksins komið aftur að enska boltanum eftir landsleikjahlé síðustu helgar en að venju ætlum við sérfræðingar Boltabulls að spá og spekúlera aðeins um 6 leiki Úrvalsdeildarinnar. Tumi er enn efstur, með 20 stig, eftir fyrstu þrjár umferðirnar en næstur Garðar með 14 og svo Helgi með 12.
Annars eru sérfræðingaspárnar um leiki helgarinnar eftirfarandi:
MAN UTD - CRYSTAL PALACE
Tumi: 2-0
Garðar: 3-0 Palace er bara ekki nógu sterkt fyrir úrvalsdeildina. Rain Wooney skorar með skalla.
Helgi: 2-1 Ég man reyndar ekki eftir því að júnæted hafi unnið Crystal Palace en það er komið að því núna 2-1
TOTTENHAM - NORWICH
Tumi: 2-0
Garðar: 3-1 Léttur sigur minna manna - Soldado með eitt.
Helgi: 1-0 Spurs rústa þessu 8-0 og Bale skorar öll mörkin, neeeeiiii hann er víst farinn, þá fer leikurinn 1-0 og bakvörðurinn sem hefur engan áhuga á fótbolta (Asfalt Assaidi eða hvað hann heitir) skorar þegar hann er að lesa bók í markteignum.
SUNDERLAND - ARSENAL
Tumi: 0-1
Garðar: 0-2 DiCaprio veit ekkert um fótbolta og Wenger skorar eitt úr svefnpokanum sínum.
Helgi: 0-3 Sunderlandino tapar 0-3 fyrir le Arsenalles.
STOKE - MAN CITY
Tumi: 0-2
Garðar: 0-4 City er því miður allt of sterkt fyrir Stók.
Helgi: 3-3 Stoke og Sjittí gera 3-3 jafntefli, varnir hjá þessum liðum eru liðin tíð.
EVERTON - CHELSEA
Tumi: 0-2
Garðar: 1-2 Chelsea vinnur þetta og Torres skorar þrennu.
Helgi: 1-3 Móri og co. vinna öruggan 1-3 sigur á hárlausu Everton liðinu.
SWANSEA - LIVERPOOL
Tumi: 0-2
Garðar: 1-2 Swanirnir fljóta ekki vel á Lifrapolli á mánudögum.
Helgi: 0-1 Toppliðið heldur áfram að vinna 0-1 með marki frá Daniel Sturridge.
No comments:
Post a Comment