Það er kominn 25. nóvember og það þýðir bara auðvitað það að í dag eru liðin 8 ár síðan að Norður Írski knattspyrnusnillingurinn George Best lést, 59 ára að aldri. Tilvalið að hafa mynd af kallinum í tilefni dagsins
Hér er hann, ásamt stórvini sínum Elton John, staddur á sínum velmektardögum í Ameríku þar sem hann spilaði til fjölda ára. Sir Elton átti hins vegar fótboltafélagið Watford en spilaði samt aldrei með þeim.
Svo er önnur mynd af þeim hér þar sem þeir virðast vera á leið á grímuball en á báðum myndunum eru þeir reyndar í búningum knattspyrnufélagsins Los Angeles Aztecs sem Elton John átti hlut í.
Svo er önnur mynd af þeim hér þar sem þeir virðast vera á leið á grímuball en á báðum myndunum eru þeir reyndar í búningum knattspyrnufélagsins Los Angeles Aztecs sem Elton John átti hlut í.
Annars er tilvalið að vitna aðeins í snillinginn Best og um leið benda á sjálfsævisögu hans, Lánsamur, sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum og er alveg stórskemmtileg lesning.
"Ég eyddi miklum peningum í áfengi, hraðskreiða bíla og fagrar konur en mest af aurunum mínum fór þó í eintóma vitleysu."
"Árið 1969 hætti ég að drekka áfengi og stunda kynlíf. Það voru verstu 20 mínúturnar í lífi mínu."
"Ég eyddi miklum peningum í áfengi, hraðskreiða bíla og fagrar konur en mest af aurunum mínum fór þó í eintóma vitleysu."
"Árið 1969 hætti ég að drekka áfengi og stunda kynlíf. Það voru verstu 20 mínúturnar í lífi mínu."
No comments:
Post a Comment