Enn eina helgina draga sérfræðingar Boltabulls fram spariheilasellurnar og leggja hausinn í bleyti fyrir leiki umferðarinnar. Líkt og venjulega eru 6 áhugaverðustu leikirnir dregnir fram í sviðsljósið en reyndar verður fyrirkomulagið með eilítið öðruvísi sniði að þessu sinni þar sem tveir aukaleikir verða hafðir með til gamans. Þetta eru að sjálfsögðu umspilsleikirnir tveir, fyrir HM 2014, þar sem Ísland og Króatía leiða saman bykkjur sínar í kringum þarnæstu helgi en þá helgi verður einnig frí hjá ensku Úrvalsdeildarliðunum. Þessir tveir leikir gefa að sjálfsögðu stig líkt og aðrir leikir Boltabulls keppninnar. Verðlaunin, fyrir að spá nákvæmlega fyrir um rétt úrslit í umspilsleikjunum, eru sko ekkert slor því að sigurvegarinn hlýtur að launum tvo miða á fyrri leikinn. Það er því til mikils að vinna.
Annars er Tumi enn efstur eftir leiki síðustu umferðar og hefur nú heil 70 stig, Helgi hefur 57 og Garðar 54.
Leikir næstu umferðar eru eftirfarandi;
CHELSEA - WBA
Tumi: 3-0
Garðar: 3-1 Edrú er kominn í gang hjá Chelsea og skorar þrennu.
Helgi: 3-1 Held að Chelsea verði varla í vandræðum með WBA, Oscar, Mata og Terry með mörkin.
SOUTHAMPTON - HULL
Tumi: 2-1
Garðar: 1-0 Heimasigur hjá South sem hafa verið að standa sig vel. Er nokkuð viss um að David Armstrong skorar.
Helgi: 2-1 Heimasigur þar sem Lambert skorar bæði.
LIVERPOOL - FULHAM
Tumi: 2-0
Garðar: 3-1 Fúlmennin vinna bara ekki með þessa kraga! Ekki einu sinni Liverpul.
Helgi: 4-0 SAS
TOTTENHAM - NEWCASTLE
Tumi: 2-1
Garðar: 2-0 Og enn skorar Soldado.
Helgi: 1-0 Sigurmarkið úr vafasömu víti síðla leiks.
SUNDERLAND - MAN CITY
Tumi: 0-5
Garðar: 0-4 Nenni ekki þessu Sunderlandi.
Helgi: 1-5 Miðað við að city hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum, þá fer þessi leikur svona, Negreto (2), Aguero (2) og Toure með mörkin.
MAN UTD - ARSENAL
Tumi: 0-2
Garðar: 1-1 Getur ekki endað öðruvísi. Young skorar örugglega með dýfu...
Helgi: 1-1 Jafntefli hlýtur að vera týpiskt, Ramsey og van Persie.
ÍSLAND - KRÓATÍA
Tumi: 1-1
Garðar: 1-2 Eiður með okkar mark en Króatarnir of sterkir.
Helgi: 1-1 Kolbeinn með íslenska markið snemma leiks...
KRÓATÍA - ÍSLAND
Tumi: 2-0
Garðar: 3-1 Heilsan er auðvitað fyrir öllu.
Helgi: 3-0 ...og þar með var draumurinn búinn.
No comments:
Post a Comment