Enski boltinn mættur enn eina helgina og sérfræðingar síðunnar fara hamförum í spámennsku sinni. Síðasta umferð var svo hnífjöfn og æsispennandi að sérfræðingarnir ógurlegu gátu engan veginn komið sér saman um hver þeirra væri hæfastur. Þeir fengu því allir 8 stig og staðan breyttist auðvitað ekki neitt utan þess að þeir eru að sjálfsögðu allir með átta stigum fleiri en í síðustu viku. Tumi hefur nú 63 stig, Helgi 53 og Garðar 50.
Og leikir helgarinnar eru eftirfarandi;
NEWCASTLE - CHELSEA
Tumi: 0-3
Garðar: 1-3 Torres er líklegur þarna en skorar bara eitt.
Helgi: 1-2 Buyacacao skorar fyrst fyrir heimaliðið en hinn sjóðheiti Fernando og innaskiptingurinn Mata svara fyrir blámennina.
FULHAM - MAN UTD
Tumi: 1-2
Garðar: 1-2 Væri gaman að sjá MU tapa en held að kraginn á búningum Fúlmennanna sé bara of ljótur. Berbi hlýtur að skora fyrir the Foolers.
Helgi: 1-2 Júnæted getur bara ekki hætt að vinna og Cicciolina Hirohito setur mörkin, búlgarski mafíósinn skorar fyrir lágstúkuliðið.
MAN CITY - NORWICH
Tumi: 3-0
Garðar: 4-0 Kanarífuglarnir eru ekki að fara að vinna City án Hart.
Helgi: 5-1 Sjittí á siglingu og fimmari í höfn.
STOKE - SOUTHAMPTON
Tumi: 1-1
Garðar: 0-1 Úff, þetta verður ekki spennandi leikur en ég er bara með ofnæmi fyrir Stók.
Helgi: 0-2 Dýrlingarnir styrkja sig í efsta hlutanum.
ARSENAL - LIVERPOOL
Tumi: 2-2
Garðar: 1-1 Væri sennilega best að bæði liðin töpuðu þessum leik en það virkar víst ekki þannig.
Helgi: 1-3 SAS með mörkin venju samkvæmt, ég reikna með að hinir spái jafntefli þannig að þarna liggur munurinn.
EVERTON - TOTTENHAM
Tumi: 0-2
Garðar: 1-2 Leiðinlegt að fá á sig þetta mark en breytir því ekki að Soldado skorar fyrir mín menn.
Helgi: 1-1 Gylfi O. Sigurdsson skorar fáránlega ljótt mark úr markteignum og Jelenavic jabbbnar.
No comments:
Post a Comment