Thursday, November 21, 2013

45. SPEKINGAR SPÁ Í ENSKA BOLTANN

 
Það voru víst engir leikir spilaðir í enska boltanum um síðustu helgi, líkt og glöggir aðdáendur Boltabulls hafa væntanlega tekið eftir, en þá var boðið upp á enn eina landsleikjahelgina sem menn eru einmitt svo afskaplega mishrifnir af. Að þessu sinni voru þó landsmenn allir svo yfirspenntir og límdir við skjáinn að áhorfendatölur komu meira að segja glöggt fram á mælum Orkuveitunnar!

Annars fengu þeir Tumi og Helgi sitt hvor 8 stigin úr leikjum umferðarinnar en Garðar var samt langefstur með 3 stig. Aukaleikirnir tveir gáfu Tuma 4 stig, Helga 3 og Garðari 1. Heildarstaðan hjá sérfræðingunum er því þannig að Tumi er enn efstur og er nú kominn með 78 stig, Helgi hefur 65 og Garðar nartar í hælana á þeim og er með 57 stig. Augljóslega er aðeins tímaspursmál hvenær hann tekur forystuna í leiknum.

En hér koma leikir helgarinnar;

EVERTON - LIVERPOOL
Tumi: 0-2 Sturridge og Suarez með mörkin.
Helgi1-1 Derbyjafntefli.
Garðar: 1-2 Pat Benatar og Buddy Holly með mörkin í derby leiknum.

ARSENAL - SOUTHAMPTON
Tumi: 3-1 Ramsey og Giroud skora fyrir Ars og Özil leggur upp en fyrir Southampton skorar Rickie Lambert.
Helgi: 2-2 Þreyta í landsliðsmönnum Arsenal.
Garðar: 1-0 Þetta er eiginlega soldið erfiður leikur. Ars eru efstir en geta samt ekkert og ég treysti ekki Dýrlingunum fyrir þessu. 

NEWCASTLE - NORWICH
Tumi: 3-0 Leiðinlegur leikur en Loïc Remy með þrennu bara.
Helgi: 3-0 Tiltölulega léttur röndóttur sigur.
Garðar: 2-0 Steindautt og hundleiðinleg bæði liðin.

WEST HAM - CHELSEA
Tumi: 0-3 Oscar og Eto'o alveg meðetta.
Helgi: 1-2 Lundúnskur útisigur.
Garðar: 0-2 Slæmur kafli hjá Abró & félögum en Edrú er kominn í gang.

MAN CITY - TOTTENHAM
Tumi: 2-1 Agüero skorar a.m.k. eitt.
Helgi: 1-1 Þriðja jafnteflið í þessu tippi.
Garðar: 1-0 Líklega best að vera svolítið svartsýnn í dag og enn skorar Soldado.

CARDIFF - MAN UTD
Tumi: 2-1 Ashley Old dýfir sér og fiskar víti sem Rooney skorar úr og Campell með tvennu.
Helgi: 1-2 Rooney með bæði.
Garðar: 1-2 Man jú tekur þetta og rétt sleppa við fall.

No comments:

Post a Comment