Og þá er víst komið að leikjum umferðarinnar í enska boltanum en síðast fékk Tumi 6 stig, Helgi 3 og auðvitað var Garðar enn og aftur efstur með 8 stig. Tumi er enn efstur og hefur nú 84 stig, Helgi er með 68 en Garðar hefur 65.
Hér eru svo leikir helgarinnar:
CARDIFF - ARSENAL
Tumi: 0-3 Giroud skorar eitthvað.
Helgi: 1-4 Ég sé ekki að neitt lið sé að stoppa Ars þessa dagana, Giroud og Ramsey með tvö hvor.
Garðar: 0-2 Þoli auðvitað ekki þetta arsenik lið en Weilsverjarnir eru bara ekkert góðir.
TOTTENHAM - MAN UTD
Tumi: 1-1 Steindautt og leiðinlegt jafntefli.
Helgi: 0-2 Bara sorry Garðar en þetta lið þitt getur bara ekkert.
Garðar: 1-1 Er ekki bjartsýnn á góð úrslit um helgina en styð mína menn til hinsta dauðdaga. Held samt að Soldado skori ekki í dag.
HULL - LIVERPOOL
Tumi: 0-3 Ég vil bara ekkert segja um þennan leik.
Helgi: 0-3 Suares 2 og Coutinho 1.
Garðar: 0-2 Hull er arfaslakt fótboltalið en Liverpul eru bara arfar sem bíta
CHELSEA - SOUTHAMPTON
Tumi: 2-0 En mamma segir 3-0.
Helgi: 2-1 Sáþþemptingarnir krækja næstum því í stig á Brúnni.
Garðar: 2-1 Dýrlingarnir eru að gefa eftir og vinna ekki bardagann við bláfótunga.
MAN CITY - SWANSEA
Tumi: 4-0 Agueroooooooooooo!!!!
Helgi: 6-1 Stefnir í einhvers konar markamet hjá Sjittí.
Garðar: 3-0 City er sennilega besta lið deildarinnar (á eftir Spurs) og álftirnar eiga engan séns nema á stórtapi.
EVERTON - STOKE
Tumi: 3-1 Lukaku skorar 2.
Helgi: 1-0 Líklega með afbrigðum leiðinlegur leikur þar sem Distin skorar sigurmarkið með skalla í fyrri hálfleik.
Garðar: 1-0 Nenni ekki að skrifa neitt um þennan leik.