Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Tottenham er íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2013 og það er frábært. Hann er fyllilega að þeim titli kominn. Sjálfur, ef ég hefði haft atkvæðarétt, hefði ég reyndar valið Anítu Hinriksdóttur en Gylfi á þetta fullkomlega skilið. En það er voðalega leiðinlegt að heyra fólk, strax í kjölfar kjörsins, vera að hrauna yfir val íþróttafréttamanna og tjá sig um það á neikvæðan hátt í kommentakerfum netmiðlanna. Gylfi sjálfur, sem persónulega hefur ekkert með valið á sér að gera, fær jafnvel sinn skammt af fúkyrðunum og sumir hamast við að gera sem minnst úr honum. Þó að fólk sé ekki sammála um val fréttamannanna á kjörinu er engin ástæða til að hrauna yfir Gylfa. Nær væri frekar að gleðjast fyrir hans hönd og óska honum innilega til hamingju með titilinn. Það ætlum við allavega að gera hér á BOLTABULLI.
En við höfum einnig tekið þá ákvörðun, eins og oft er venja hjá knattspyrnunetmiðlum (sem við hljótum að teljast), að velja knattspyrnumann ársins 2013.
OG HÉR MEÐ ER ÞAÐ GERT OPINBERT AÐ ANÍTA HINRIKSDÓTTIR HEFUR VERIÐ KJÖRIN KNATTSPYRNUMAÐUR ÁRSINS HJÁ FÓTBOLTANETMIÐLINUM BOLTABULL.BLOGSPOT.COM.